Mikil endurnýjun uppsjávarskipa

Teikning af nýjum Berki sem væntanlegur er til landsins í ...
Teikning af nýjum Berki sem væntanlegur er til landsins í lok árs 2020. Það verður fimmta skipið í eigu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað sem ber þetta nafn, Tölvumynd/Síldarvinnslan/Karstensens

Floti íslenskra uppsjávarskipa hefur verið endurnýjaður verulega á síðustu árum og eru skipin orðin mun öflugri en fyrir um áratug. Ekki er vanþörf á, því ekki þykir tiltökumál þótt skipin komi að landi með yfir samtals 500 þúsund tonn á ári af loðnu, síld, makríl og kolmunna.

Oft er sótt um langan veg, eins og t.d. langt suður fyrir Færeyjar og vestur af Írlandi eftir kolmunna eða í Síldarsmuguna austur af landinu eftir makríl og síld, og loðnuvertíð er yfirleitt snörp á tíma þegar allra veðra getur verið von frá áramótum og fram í mars. Skipin eru rúmlega 20 og sum þeirra eru ekki mikið notuð þar sem útgerðirnar hafa keypt önnur hentugri, en eldri skipin koma í góðar þarfir eftir kvóta- og verkefnastöðu.

Í vikunni bárust fréttir um að Síldarvinnslan og Samherji hefðu samið um nýsmíði í Danmörku og eiga nýju skipin að koma til landsins árið 2020.

Í Morgunblaðinu í dag er fjallað nánar um íslenska uppsjávarflotann. 

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.11.18 267,56 kr/kg
Þorskur, slægður 18.11.18 266,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.11.18 265,40 kr/kg
Ýsa, slægð 18.11.18 244,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.11.18 93,00 kr/kg
Ufsi, slægður 18.11.18 139,26 kr/kg
Djúpkarfi 12.11.18 246,54 kr/kg
Gullkarfi 18.11.18 246,60 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 16.11.18 269,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.11.18 Elva Björg SI-084 Handfæri
Þorskur 246 kg
Samtals 246 kg
19.11.18 Sæli BA-333 Lína
Þorskur 1.984 kg
Ýsa 1.273 kg
Samtals 3.257 kg
19.11.18 Björgvin EA-311 Botnvarpa
Grálúða / Svarta spraka 566 kg
Samtals 566 kg
18.11.18 Einar Hálfdáns ÍS-011 Landbeitt lína
Þorskur 3.874 kg
Ýsa 830 kg
Langa 178 kg
Karfi / Gullkarfi 104 kg
Hlýri 37 kg
Keila 36 kg
Steinbítur 30 kg
Samtals 5.089 kg

Skoða allar landanir »