Tvær lagnir í hverjum róðri

Guðmundur Þór Jónsson er annar tveggja skipstjóra á Einari Guðnasyni ...
Guðmundur Þór Jónsson er annar tveggja skipstjóra á Einari Guðnasyni ÍS. mbl.is/Sigurður Bogi

„Við róum stíft og helst má ekki detta dagur út. Gjarnan er farið út klukkan tvö á nóttinni og komið í land undir kvöld svo þetta er heilmikið púl,” segir Guðmundur Þór Jónsson, skipstjóri á Einari Guðnasyni ÍS 303 frá Suðureyri.  Báturinn er 22ja tonna og hét áður Indriði Kristins BA og var gerður út frá Tálknafirði. Það var svo í sumar sem Norðureyri ehf. eignaðist bátinn, en aflinn er lagður upp í vinnslustöð Íslandssögu á Suðureyri.

Frá Suðureyri er stutt á góð og gjöful mið. Á Einari Guðnasyni ÍS eru menn aðallega að sækjast eftir þorski en fá þó líka talsvert af ýsu. Beitningarvél er í bátnum sem gerir kleift að setja út tvær lagnir í hverjum róðri og vera lengur á sjó sem því nemur.

„Ef við ætlum að setja út tvær lagnir tökum við tvöfaldan beituskammt, en í hverri lögn eru 17.000 krókar. Það felst auðvitað talsvert hagræði í að lagnirnar séu tvær. Eftir slíka túra höfum við að undanförnu stundum komið með um 12 tonn að landi sem er mjög gott.“

Stöðugur með veltitönkum

 Sex karlar eru í áhöfninni á Einari Guðnasyni ÍS; það er fjórir á sjó og tveir í fríi. Skipstjóri á móti Guðmundi er Höskuldur Ástmundsson. „Við tókum við bátnum um mitt sumar og byrjuðum að róa í ágúst og þá  var ágætt fiskirí. Lentum í bilunum í upphafi, það tók tíma að venjast bátnum og áhöfnin þurfti að slípast saman. Núna er þetta hins vegar orðið fínt. Báturinn, sem er með veltitönkum, er líka mjög stöðugur og fer vel með mannskap,“ segir Guðmundur Þór sem er Skagamaður að uppruna, en flutti vestur á Suðureyri á síðastliðnu ári.

Einar Guðnason ÍS hét áður Indriði Kristins og varð gerður ...
Einar Guðnason ÍS hét áður Indriði Kristins og varð gerður út frá Tálknafirði. mbl.is/Sigurður Bogi
Fyllt í körin á bryggjunni á Suðureyri.
Fyllt í körin á bryggjunni á Suðureyri. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.11.18 290,41 kr/kg
Þorskur, slægður 14.11.18 326,14 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.11.18 273,69 kr/kg
Ýsa, slægð 14.11.18 249,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.11.18 128,56 kr/kg
Ufsi, slægður 14.11.18 125,20 kr/kg
Djúpkarfi 12.11.18 246,54 kr/kg
Gullkarfi 14.11.18 261,85 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.11.18 279,95 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.11.18 Hrafnreyður KÓ-100 Plógur
Sæbjúga hraunpussa 4.468 kg
Samtals 4.468 kg
14.11.18 Dóri GK-042 Lína
Hlýri 107 kg
Keila 68 kg
Karfi / Gullkarfi 9 kg
Grálúða / Svarta spraka 3 kg
Samtals 187 kg
14.11.18 Högni NS-010 Landbeitt lína
Þorskur 2.533 kg
Ýsa 762 kg
Keila 5 kg
Samtals 3.300 kg
14.11.18 Fálkatindur NS-099 Landbeitt lína
Þorskur 3.372 kg
Ýsa 790 kg
Keila 127 kg
Tindaskata 73 kg
Hlýri 17 kg
Karfi / Gullkarfi 13 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 4.398 kg

Skoða allar landanir »