„Þetta er alveg ömurlegt mál“

Björn Þorri segir tjónið mikið.
Björn Þorri segir tjónið mikið.

„Þetta er bara rosalegt tjón, ef maður situr uppi með þetta. Við keyptum tvær nýjar árið 2014 og svo keyptum við tvær notaðar. Eina fékk ég árið 2013 með bát sem ég keypti, til að mynda, þannig að maður er búinn að koma sér þessu upp með nurli yfir langan tíma. Við létum svo gera við eina núna í ágúst fyrir níutíu þúsund kall. Þremur vikum áður en hún var hirt.“

Þetta segir Björn Þorri Viktorsson, hæstaréttarlögmaður og einn eigenda Útgerðarfélagsins Upphafs ehf., sem gerir út bátinn Borgar Sig AK. Til umræðu eru handfærarúllur eða -vindur, sem stolið var úr bátnum, eins og 200 mílur greindu frá í gær. Nú er hins vegar komið í ljós að fleiri vindum var stolið.

„Það voru teknar sex vindur úr bátnum okkar og fimm úr bátnum Stakkavík GK, sem Stakkavík í Grindavík gerir út,“ segir Björn Þorri í samtali við 200 mílur.

Upp hafi komist um stuldinn snemma á sunnudagsmorgun. „Stakkavíkurmenn átta sig svo á þessu um hádegisbilið á mánudag.“

Býður hálfa milljón króna fyrir upplýsingar

Spurður hvort ekki séu myndavélar við höfnina segir hann að svo sé ekki. „Og það er nú kannski stóra málið. Maður reynist vera einn á báti þegar á reynir. Það er engin vöktun og það finnst okkur öllum virkilega leiðinlegt.“

Björn Þorri segir tjónið mikið, enda sé nývirði á ellefu vindum vel yfir sjö milljónir króna, fyrir utan virðisaukaskatt. „Mér skilst að hún kosti 660 þúsund krónur, vindan, í dag. Fyrir utan vask. Þannig að þetta eru engir smáaurar.“

Hann hefur enda boðið ríflega fjárhæð fyrir upplýsingar sem leitt geti til þess að vindurnar komist aftur í hendur eigenda sinna, eða hálfa milljón króna.

„Þetta er alveg ömurlegt mál og manni líður eins og farið hafi verið ansi illa með mann. Það er bara þannig. Auðvitað veit maður svo ekkert hvers kyns lýður það er sem gerir svona lagað. Menn eru að láta sér detta í hug að þetta fari úr landi, en það verður bara að koma í ljós. En ef menn eru tilbúnir að skila þessu þá skal ég reiða fram fimm hundruð þúsund án þess að spyrja nokkurra spurninga.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 242,37 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 220,11 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,93 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 473 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 485 kg
19.9.24 Vestmannaey VE 54 Botnvarpa
Þorskur 25.059 kg
Ýsa 19.310 kg
Ufsi 479 kg
Karfi 114 kg
Samtals 44.962 kg
19.9.24 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 924 kg
Ýsa 112 kg
Ufsi 68 kg
Skarkoli 17 kg
Karfi 9 kg
Hlýri 5 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 1.140 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 242,37 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 220,11 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,93 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 473 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 485 kg
19.9.24 Vestmannaey VE 54 Botnvarpa
Þorskur 25.059 kg
Ýsa 19.310 kg
Ufsi 479 kg
Karfi 114 kg
Samtals 44.962 kg
19.9.24 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 924 kg
Ýsa 112 kg
Ufsi 68 kg
Skarkoli 17 kg
Karfi 9 kg
Hlýri 5 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 1.140 kg

Skoða allar landanir »