„Láta ráðið ekki berja á sér lengur“

Kristján Loftsson hefur ekki áhyggjur af ákvörðun Japana og segir …
Kristján Loftsson hefur ekki áhyggjur af ákvörðun Japana og segir hana löngu tímabæra. mbl.is/Ómar

„Þeir hefðu átt að vera búnir að þessu fyrir löngu,“ segir Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., um ákvörðun Japana um að segja sig úr Alþjóðahvalveiðiráðinu (IWC). Hann telur ekki að ákvörðunin muni hafa áhrif á hvalveiðar hér á landi.

Kristján segir sjaldgæft að Japanir segi sig úr alþjóðasamtökum og að nánast hafi verið talið vonlaust að þeir segðu sig úr hvalveiðiráðinu.

„En pólitíkin hefur tekið yfir. Þeir ætla ekki að láta ráðið berja á sér lengur,“ segir Kristján, en þrjá fjórðu atkvæða þarf til þess að breyta samþykktum ráðsins. Japanir hafa ítrekað reynt að fá samþykkt að Japanir fái að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni, án árangurs.

Japanir hafa stundað hvalveiðar í vísindaskyni undanfarna áratugi.
Japanir hafa stundað hvalveiðar í vísindaskyni undanfarna áratugi. AFP

„Þessar vísindaveiðar sem þeir hafa stundað í Suður-Íshafi kosta svakalegar upphæðir. Þeir hafa verið að þessu í þrjátíu ár en ætla núna að veiða innan 200 mílnanna eins og Ísland gerir,“ segir Kristján.

Hafi ekki áhrif á útflutning íslensks hvalkjöts

Japan er eini markaðurinn fyrir íslenskt hvalkjöt, utan innanlandsmarkaðar, en Kristján telur ekki líklegt að ákvörðun Japana hafi áhrif á útflutning íslensks hvalkjöts. „Það er frjáls verslun með þetta og magnið sem þeir munu veiða tel ég ekki nein ósköp.“

Aðspurður hvort þetta muni hafa einhver áhrif á starfsemi Hvals hf. segir Kristján svo ekki vera. „Ég reikna ekki með því, allavega ekki við fyrstu sýn.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,40 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,25 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 114,63 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 163,11 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Bjargfugl RE 55 Grásleppunet
Grásleppa 485 kg
Þorskur 32 kg
Rauðmagi 5 kg
Skarkoli 4 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 529 kg
26.4.24 Kambur HU 24 Grásleppunet
Grásleppa 2.813 kg
Þorskur 262 kg
Skarkoli 32 kg
Ýsa 10 kg
Þykkvalúra 5 kg
Rauðmagi 5 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 3.130 kg
26.4.24 Dagrún HU 121 Grásleppunet
Grásleppa 2.877 kg
Þorskur 167 kg
Skarkoli 47 kg
Ýsa 9 kg
Ufsi 7 kg
Rauðmagi 1 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 3.109 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,40 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,25 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 114,63 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 163,11 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Bjargfugl RE 55 Grásleppunet
Grásleppa 485 kg
Þorskur 32 kg
Rauðmagi 5 kg
Skarkoli 4 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 529 kg
26.4.24 Kambur HU 24 Grásleppunet
Grásleppa 2.813 kg
Þorskur 262 kg
Skarkoli 32 kg
Ýsa 10 kg
Þykkvalúra 5 kg
Rauðmagi 5 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 3.130 kg
26.4.24 Dagrún HU 121 Grásleppunet
Grásleppa 2.877 kg
Þorskur 167 kg
Skarkoli 47 kg
Ýsa 9 kg
Ufsi 7 kg
Rauðmagi 1 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 3.109 kg

Skoða allar landanir »