Kristján fundar með forstjóra Hafró

Kristján Þór Júlíusson sagðist ekki tjá sig um hagræðingarkröfu gagnvart ...
Kristján Þór Júlíusson sagðist ekki tjá sig um hagræðingarkröfu gagnvart Hafró og að hann væri á leið á fund með forstjóra stofnunarinnar vegna málsins. mbl.is/​Hari

Kristján Þór Júlísson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, sagðist á leið á fund Sigurðar Guðjónssonar, forstjóra Hafrannsóknastofnunar, þegar blaðamaður mbl.is náði tali af honum að loknum ríkisstjórnarfundi í ráðherrabústaðnum í dag.

Var ráðherrann spurður um stöðu stofnunarinnar í ljósi orða forstjóra Hafró um að rannsóknarskipi stofnunarinnar, Bjarna Sæmundssyni, yrði að óbreyttu lagt fyrir fullt og allt ásamt því að tólf til sextán starfsmönnum stofnunarinnar yrði sagt upp, vegna hagræðingarkröfu ríkisstjórnarinnar.

Ráðherrann sagðist ekki myndu tjá sig um málið fyrr en hann hefði fundað með Sigurði og farið yfir stöðu mála.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.1.19 301,81 kr/kg
Þorskur, slægður 23.1.19 348,45 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.1.19 254,27 kr/kg
Ýsa, slægð 23.1.19 260,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.1.19 87,81 kr/kg
Ufsi, slægður 23.1.19 134,11 kr/kg
Djúpkarfi 22.1.19 199,00 kr/kg
Gullkarfi 23.1.19 195,66 kr/kg
Litli karfi 23.1.19 14,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 23.1.19 239,71 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.1.19 Ásdís ÓF-009 Handfæri
Þorskur 1.052 kg
Ýsa 11 kg
Samtals 1.063 kg
23.1.19 Straumnes ÍS-240 Landbeitt lína
Þorskur 1.091 kg
Ýsa 889 kg
Steinbítur 325 kg
Karfi / Gullkarfi 26 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 2.332 kg
23.1.19 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Langa 90 kg
Keila 27 kg
Þorskur 14 kg
Steinbítur 13 kg
Ufsi 6 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 153 kg

Skoða allar landanir »