Riðið á vaðið á Siglufirði

Gert að grásleppu á Húsavík. Mynd úr safni.
Gert að grásleppu á Húsavík. Mynd úr safni. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Fáir kaupendur á grásleppu hafa gefið upp verð fyrir vertíðina en örfáir dagar eru þar til vertíðin hefst. Grásleppuverkandinn Sverrir Björnsson ehf. á Siglufirði hefur þó riðið á vaðið en hann mun hafa gefið upp 260 krónur fyrir kílógrammið af óskorinni grásleppu 6. mars.

Þetta kemur fram á vef Landssambands smábátaeigenda og um leið bent á að verkandinn hafi einnig verið fyrstur til að gefa upp verð fyrir síðustu vertíð.

„Þetta er ánægjuleg þróun því heyrt hefur til undantekninga að legið hafi fyrir verð á grásleppu fyrir upphaf vertíða,“ segir á vef sambandsins, sem beinir því einnig til útgerða á svæðum þar sem vænta megi þorsks í einhverju magni sem meðafla, að kanna hvort kaupendur á grásleppu taki einnig á móti þorski úr grásleppunetum á föstu verði. 

Bjartsýni er sögð ríkja fyrir komandi vertíð en sambandið tekur fram að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið sé með í undirbúningi frumvarp um kvótasetningu á grásleppu. Gefið hafi verið út að afli á grásleppu 2019 telji ekki með í veiðireynslu, komi til kvótasetningar.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.4.19 355,41 kr/kg
Þorskur, slægður 17.4.19 380,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.4.19 354,23 kr/kg
Ýsa, slægð 17.4.19 291,79 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.4.19 91,66 kr/kg
Ufsi, slægður 17.4.19 125,76 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.19 224,97 kr/kg
Gullkarfi 17.4.19 208,01 kr/kg
Litli karfi 4.4.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 12.4.19 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.4.19 Dagrún HU-121 Grásleppunet
Grásleppa 1.752 kg
Þorskur 335 kg
Skarkoli 28 kg
Steinbítur 18 kg
Rauðmagi 10 kg
Ýsa 9 kg
Samtals 2.152 kg
22.4.19 Kambur HU-024 Grásleppunet
Grásleppa 1.401 kg
Þorskur 121 kg
Skarkoli 21 kg
Rauðmagi 7 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 1.554 kg
22.4.19 Lukka ÓF-057 Grásleppunet
Grásleppa 426 kg
Þorskur 14 kg
Samtals 440 kg

Skoða allar landanir »