Leggja til stofnun fiskveiðilögreglu

Nefnd norskra stjórnvalda um framtíðarskipan eftirlits með fiskveiðum leggur til …
Nefnd norskra stjórnvalda um framtíðarskipan eftirlits með fiskveiðum leggur til í skýrslu sinni að stofnuð verði sérstök lögregludeild fyrir brot er tengjast sjávarútvegi eða fiskveiðilögregla. Ljósmynd/Norska lögreglan

Nefnd norskra stjórnvalda um framtíðarskipan eftirlits með fiskveiðum leggur til í skýrslu sinni að stofnuð verði sérstök lögregludeild fyrir brot er tengjast sjávarútvegi eða fiskveiðilögregla (n. fiskeripoliti) í þeim umdæmum sem sjávarútvegurinn er umfangsmikill. Er slíkt talið auka skilvirkni er varðar rannsókn brota á lögum um stjórnun fiskveiða í Noregi.

Nefndin leggur til í skýrslu sinni, sem telur 250 blaðsíður, að allar einingar sem sinna eftirliti með fiskveiðum verði færðar úr núverandi stofnunum og sameinaðar í eina eftirlitsstofnun. Jafnframt verði komið á skilvirku samstarfi eftirlitsaðila og landhelgisgæslunnar. Auk þess er lagt til að tvö embætti ríkissaksóknara taki að sér öll mál sem tengjast fiskveiðum og að sérhæft starfsfólk sinni þeim málum.

Jafnframt er talið nauðsynlegt að stofnaður verði formlegur samráðsvettvangur undir stjórn lögreglunnar þar sem norska matvælastofnunin, fiskistofa Noregs (n. Fiskeridirektoratet), tollayfirvöld, vigtunarstofnun Noregs, skattayfirvöld og norska landhelgisgæslan taka þátt.

Efla rafrænt eftirlit

Einnig er það tillaga nefndarinnar að gerð verður handbók um rannsókn mála af þessum toga og að heimildir verði veittar með lögum til þess að eftirlit- og rannsóknaraðilar geti skipst á upplýsingum.

Nefndin rekur ítarlega hvernig sé hægt að efla eftirlit með rafrænum hætti meðal annars við veiðar, vigtun og skráningu þeirra sem eru um borð á hverjum tíma.

Óskilvirkt skipulag

Í skýrslunni er bent á að gildandi fyrirkomulag skapi ákveðinn vanda við að tryggja nægilega þekkingu og mannskap til þess að sinna lögbrotum sem tengjast sjávarútvegi. Þá sé eftirlitshlutverkinu skipt milli margra smærri eininga meðal annars fiskmarkaða, norsku fiskistofunnar og landhelgisgæslunnar og er þeim skylt að kæra brot til lögregluyfirvalda.

Lögreglan á við sama vanda að glíma við þar sem rannsóknarhlutverkinu er dreift á mörg lögregluumdæmi og barist er um mannauð og fjárveitingar auk þess að sérhæfing starfsmanna er af skornum skammti hvað fiskveiðar varða.

Mögulegt skipulag norsku fiskveiðilögreglunnar úr skýrslu nefndarinnar.
Mögulegt skipulag norsku fiskveiðilögreglunnar úr skýrslu nefndarinnar. Skjáskot

Ákæruhlutverkið er skipt milli ríkissaksóknaraembættum í Rogaland annars vegar og Trom og Finnmark hins vegar, en hlutverk þeirra nær aðeins til hluta þeirra mála sem tengjast fiskveiðum. Þá ber efnahagsbrotadeild norsku lögreglunnar (n. Økokrim) faglega ábyrgð á rannsókn mála er tengjast veiðum, en sú deild hefur takmarkaða getu og þekkingu til þess að sinna málaflokknum að mati nefndarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.1.20 342,26 kr/kg
Þorskur, slægður 24.1.20 376,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.1.20 281,31 kr/kg
Ýsa, slægð 24.1.20 299,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.1.20 127,83 kr/kg
Ufsi, slægður 24.1.20 180,08 kr/kg
Djúpkarfi 4.12.19 156,00 kr/kg
Gullkarfi 24.1.20 286,91 kr/kg
Litli karfi 18.12.19 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 23.1.20 321,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.1.20 Sunnutindur SU-095 Línutrekt
Þorskur 5.927 kg
Samtals 5.927 kg
25.1.20 Háey Ii ÞH-275 Lína
Þorskur 5.221 kg
Ýsa 810 kg
Steinbítur 268 kg
Keila 22 kg
Hlýri 13 kg
Lýsa 2 kg
Samtals 6.336 kg
24.1.20 Arney HU-203 Lína
Þorskur 6.080 kg
Ýsa 234 kg
Samtals 6.314 kg
24.1.20 Von ÍS-213 Lína
Þorskur 4.333 kg
Ýsa 1.873 kg
Steinbítur 217 kg
Langa 69 kg
Karfi / Gullkarfi 36 kg
Samtals 6.528 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.1.20 342,26 kr/kg
Þorskur, slægður 24.1.20 376,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.1.20 281,31 kr/kg
Ýsa, slægð 24.1.20 299,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.1.20 127,83 kr/kg
Ufsi, slægður 24.1.20 180,08 kr/kg
Djúpkarfi 4.12.19 156,00 kr/kg
Gullkarfi 24.1.20 286,91 kr/kg
Litli karfi 18.12.19 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 23.1.20 321,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.1.20 Sunnutindur SU-095 Línutrekt
Þorskur 5.927 kg
Samtals 5.927 kg
25.1.20 Háey Ii ÞH-275 Lína
Þorskur 5.221 kg
Ýsa 810 kg
Steinbítur 268 kg
Keila 22 kg
Hlýri 13 kg
Lýsa 2 kg
Samtals 6.336 kg
24.1.20 Arney HU-203 Lína
Þorskur 6.080 kg
Ýsa 234 kg
Samtals 6.314 kg
24.1.20 Von ÍS-213 Lína
Þorskur 4.333 kg
Ýsa 1.873 kg
Steinbítur 217 kg
Langa 69 kg
Karfi / Gullkarfi 36 kg
Samtals 6.528 kg

Skoða allar landanir »