„Sjáum engan annan leik í stöðunni en að draga saman“

Vilhjálmur Ólafsson, útgerðarstjóri Iraco, segir kaupendur á erlendum mörkuðum ekki …
Vilhjálmur Ólafsson, útgerðarstjóri Iraco, segir kaupendur á erlendum mörkuðum ekki geta keypt afurðir vegna lokanna stjórnvalda í Evrópu. Ljósmynd/Aðsend

„Staðan er þannig hjá okkur að við erum með tvo báta í útgerð […] og það er búið að stoppa okkur af. Það er ekkert gert að gamni sínu. Við erum með menn í vinnu sem treysta á þetta og það er bara sú staða komin upp að markaðir eru nánast lokaðir. Við sjáum engan annan leik í stöðunni en að draga saman,“ segir Vilhjálmur Ólafsson, útgerðarstjóri hjá Iraco, í samtali við 200 mílur, en bátarnir Straumey og Ísey eru nú bundnir við bryggju.

Með fordæmalausum aðgerðum til þess að mæta útbreiðslu kórónuveirunnar í Evrópu hefur eftirspurn eftir ferskum sjávarafurðum dregist verulega saman, enda hafa veitingastaðir, hótel og aðrir aðilar í matvælaþjónustu þurft að loka dyrum.

„Það eru kaupendurnir erlendis sem stoppa. Jafnvel dæmi um nýlega undirskrifaða samninga sem ekki er verið að standa við núna. Það er ekki af vilja gert, það bara er svona,“ segir hann.

„Þetta kemur á tíma sem er mjög slæmur fyrir okkur. Hér átti að vera allt á fullu og allir á vertíð, eins og hefur verið á þessum tíma undanfarin ár. Þessi tími hefur verið gríðarlega góður fyrir Hafnarfjarðarsvæðið og hérna í kringum Reykjanes, þessa daga fyrir páska. Þessari árshátíð okkar er bara aflýst,“ segir Vilhjálmur.

Reynt að tryggja störf

Hann segir fyrirtækið reka tvær fiskvinnslur, eina í Hafnarfirði og aðra í Hrísey, og að allt sé gert til þess að tryggja störf þeirra sem þar starfa. „Menn eru að reyna að minnka skaðann og reyna að framleiða það sem hægt er að framleiða þegar svona kemur upp. Það er verið að pakka og gera allskonar hluti sem hefur ekki verið tími til annars.“

Þá sé í einhverjum mæli hægt að færa framleiðslu yfir í söltun og/eða frystingu, en það muni ekki nýta allan þann afla sem stóð til að veiða um þessar mundir. „Við erum ekki það svartsýn að við sjáum ekki í gegnum skaflinn, við gerum okkur grein fyrir að þetta er tímabundið. En þetta er gríðarlegt högg á versta tíma,“ útskýrir Vilhjálmur.

Ættu að vera 50 bátar á Faxaflóa

Hann kveðst ekki hafa misst bjartsýnina og segir að allt sé gert til þess að reyna að selja afurðirnar. „Menn eru á fullu, bæði hjá okkar fyrirtæki og öðrum, að reyna að finna leið út úr þessu.“

„Þetta er hrikalegt högg, ekki bara fyrir okkur heldur allan íslenskan sjávarútveg. […] nú er kominn sá tími sem allir geta verið á sjó og að öllu jöfnu ættum við að vera að sjá 50 báta á Faxaflóa og landa á þriðja hundrað tonna á markað. Það er ekki þannig og mjög margir búnir að binda fram yfir páska,“ segir hann.

Biðlar til stjórnvalda

Nú sé mikilvægt að stjórnvöld taki til skoðunar regluverk um færslu aflaheimilda milli ára enda ljóst að margar útgerðir munu ekki sækja áætlaðan afla á yfirstandandi vertíð eins og til stóð, að mati Vilhjálms. „Því fyrr sem þeir taka á því, því betra verður það fyrir alla útgerðir. Við getum ekki látið reglurnar óbreyttar milli ára. Þetta eru fordæmalausar aðstæður.“

„Ef þetta verður langvarandi, sem ég vona innilega ekki, þá sé ég fyrir mér að það þurfi að fara að hreyfa til eitthvað í sambandi við færslu milli ára. Veðrið í vetur er búið að vera eins og það er búið að vera. Nánast allar útgerðir landsins hafa þurft að breyta sínum plönum vegna mjög slæms veðurs. Þetta er einn erfiðasti vetur sem menn muna eftir. Margir bátar fyrir vestan hafa sótt mikið minna en venjulegt er í eðlilegu árferði. Þannig að ég sé fyrir mér að það þurfi að endurskoða reglurnar,“ ítrekar hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg
26.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Ufsi 101 kg
Karfi 1 kg
Samtals 102 kg
26.4.24 Ríkey MB 20 Handfæri
Ufsi 91 kg
Karfi 1 kg
Samtals 92 kg
26.4.24 Lea RE 171 Handfæri
Ufsi 181 kg
Samtals 181 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg
26.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Ufsi 101 kg
Karfi 1 kg
Samtals 102 kg
26.4.24 Ríkey MB 20 Handfæri
Ufsi 91 kg
Karfi 1 kg
Samtals 92 kg
26.4.24 Lea RE 171 Handfæri
Ufsi 181 kg
Samtals 181 kg

Skoða allar landanir »