Vilja koma á laggirnar fiskeldisnámi

mbl.is/Helgi Bjarnason

Lagt er til að komið verði á laggirnar námi í fiskeldi með samfellu í námi frá framhaldsskóla í háskóla í nýrri skýrslu sem Háskólinn á Akureyri vann fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið sem afhent hefur verið sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að því er segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Fram kemur að ráðuneytið hafi óskað eftir því að unnin yrði óháð úttekt á námi í fiskeldi á Íslandi, gerður yrði samanburður við nám á þessu sviði í nágrannalöndum Íslands og lagðar fram tillögur um hvað þyrfti að gera til að geta boðið fram nám af þessari tegund.

Í skýrslunni er einnig að finna tillögur um að auka megi nám í fiskeldi bæði á framhalds- og háskólastigi til að koma til móts við atvinnulífið með auknu og endurbættu námsframboði. „Þar á meðal er tekið fram að mikilvægt er að framhaldsskólar þrói og auki framboð á námi fyrir starfsmenn í fiskeldi. Lagt er til að ráðinn verði verkefnastjóri vegna náms í fiskeldi á framhalds- og háskólastigi og að verkefni hans væru m.a. að leiða starfshóp við útfærslu námskrár og áfangalýsinga svo og frekara skipulags námsins. Einnig er lagt til að skipað verði fagráð um nám í fiskeldi á Íslandi,“ segir í tilkynningunni.

Háþróaður iðnaður

„Fiskeldi er tæknilega háþróaður iðnaður sem byggir á líffræðilegri framleiðslu sem krefst vel hannaðra ferla og gerir kröfu um gæði afurða. Í námi til fiskeldis þarf einnig að leggja áherslu á að veita innsýn í hlutverk greinarinnar í samfélaginu og hlutverk aðþjóðlegra matvælaframleiðenda,“ segir í skýrslunni.

Þá telja höfundar mikilvægt að efla starfsþjálfun auk bóknáms á sviði líffræði, líftækni, heilbrigði dýra, tækni, sjómennsku og lögfræði starfsseminnar auk ýmissa viðskiptatengdra greina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 394,31 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,25 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,22 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 1.572 kg
Þorskur 81 kg
Skarkoli 35 kg
Steinbítur 11 kg
Ufsi 5 kg
Djúpkarfi 1 kg
Samtals 1.705 kg
26.4.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 546 kg
Samtals 546 kg
26.4.24 Auður HU 94 Grásleppunet
Grásleppa 1.519 kg
Þorskur 196 kg
Steinbítur 28 kg
Rauðmagi 25 kg
Skarkoli 4 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 1.773 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 394,31 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,25 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,22 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 1.572 kg
Þorskur 81 kg
Skarkoli 35 kg
Steinbítur 11 kg
Ufsi 5 kg
Djúpkarfi 1 kg
Samtals 1.705 kg
26.4.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 546 kg
Samtals 546 kg
26.4.24 Auður HU 94 Grásleppunet
Grásleppa 1.519 kg
Þorskur 196 kg
Steinbítur 28 kg
Rauðmagi 25 kg
Skarkoli 4 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 1.773 kg

Skoða allar landanir »