Markaðsvirði Brims hækkað um 18 milljarða á árinu

Hver hlutur í Brim hefur hækkað um 9,1 krónu á …
Hver hlutur í Brim hefur hækkað um 9,1 krónu á árinu og er nú 48,65 krónur á hlut. Hækkunin það sem af er ári nemur því 23%. Guðmundur Kristjánsson er stærsti hluthafinn. mbl.is/Hari

Markaðsvirði Brims hf. hefur hækkað gífurlega það sem af er ári samkvæmt skráningu kauphallarinnar. Þar er skráð verð á hvern hlut 48,65 krónur og er því heildarverðmæti fyrirtækisins 95,1 milljarður króna miðað við að tæplega tveir milljarðar hluta eru í félaginu.

Í upphafi árs var virði bréfs í Brim 39,55 krónur sem þýðir að markaðsvirði fyrirtækisins var 77,3 milljarðar króna og að verð á hvern hlut hafi hækkað um 9,1 krónu á árinu. Skráð markaðsvirði Brims er því nú um 17,8 milljarða meira en í upphafi árs og nemur hækkunin 23%.

Síðasta hækkun bréfanna var nokkur en hún kom í kjölfar þess að níu mánaða uppgjör félagsins var birt. Fram kom að Brim hagnaðist um 3,5 milljarða á fyrstu níu mánuðum ársins. Þá voru rekstrartekjur 34,7 milljarðar króna og var það 25% aukning frá sama tímabili í fyrra. Eigið fé fyrirtækisins jókst jafnframt um 4% milli ára og var 54 milljarðar króna við lok þriðja ársfjórðungs.

Enn ekki ráðinn nýr forstjóri

Stærsti hluthafi í Brim hf. er Útgerðarfélag Reykjavíkur sem fer með 33,92% hlut, en það félag er í eigu Guðmundar Kristjánssonar sem einnig á hluti í gegnum ER-13 ehf. Samanlagt fer því Guðmundur með 43,97% hlut í félaginu.

Næst stærsti hluthafinn er Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins sem í gegnum tvær deildir fer með 16,54% hlut og er þriðji stærsti hluthafinn Lífeyrissjóður verslunarmanna sem fer með 10,69%. Þá fer KG-Fiskverkun ehf. með 6,88% hlut en það félag er í eigu Hjálmars Kristjánssonar sem er bróðir Guðmundar. Aðrir hluthafar eiga innan við 3% hlut í félaginu.

Að því sem 200 mílur komast næst hefur enn ekki verið ráðinn nýr forstjóri Brims en Guðmundur, sem situr í stjórn félagsins, tilkynnti að hann myndi láta af störfum 30. apríl. Kristján Þ. Davíðsson stjórnarformaður hefur verið starfandi forstjóri síðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »