76% sóttu ekki um uppfærslu skipstjórnarréttinda

Flestir handhafar skipstjórnarréttinda á 12 metra báta og styttri hafa …
Flestir handhafar skipstjórnarréttinda á 12 metra báta og styttri hafa ekki óskað eftir því að uppfæra réttindi sín í 15 metra og styttri. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Aðeins 212 af 882 handhöfum skipstjórnarréttinda fyrir báta 12 metra og styttri sóttu um að uppfæra réttindi sín í báta sem eru 15 metra og styttri, en frestur til þess rann út 1. janúar. Það voru því tæplega 76%, eða 670, sem ekki sóttu um uppfærsluna en halda áfram réttindum sínum óbreyttum.

Auk þess hafa 92 handhafar 30 brúttórúmlesta skipstjórnarréttindi fengið uppfært réttindi í 15 metra. Samtals hafa því um 322 skipstjórnarskírteini á 15 metra og styttri verið gefin út, en Samgöngustofa á eftir að fara yfir hluta umsókna sem bárust síðustu dagana fyrir áramót.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Samgöngustofu við fyrirspurn 200 mílna vegna nýrra ákvæða um mönnun fiskiskipa sem tók gildi 1. september, en frestur til að uppfæra réttindi rann út um áramót. „Úrvinnsla vegna þessara breytinga er langt komin og lýkur væntanlega nú í janúar,“ segir í svarinu.

mbl.is/​Hari

Telur Samgöngustofa að þeir 670 handhafar skipstjórnarréttinda á 12 metra báta eða styttri sem ekki sóttu um uppfærslu réttinda hafa ekki gert það vegna þess að þeir hafa „ekki uppfyllt skilyrði eða ekki haft áhuga eða þörf á slíkri uppfærslu.“ Öll von er þó ekki úti þar sem unnið er að því að móta viðbótarnám fyrir þessa aðila þannig að þeir geta að náminu loknu sótt um að uppfæra réttindi sín.

Pungaprófið sjálfkrafa uppfært

Með gildistöku reglugerðar nr. 944/2020 frá 14. september var hætt að gefa út 30 brúttórúmlesta skipstjórnarréttindi og fá þeir sem eru handhafar slíkra réttinda (gamla pungaprófið) að halda þeim en þurfa að endurnýja skírteini sín að gildistíma liðnum og fá þá sjálfkrafa skipstjórnarskírteini fyrir 15 metra báta eða minni.

Þann 1. janúar 2021 voru 1.782 einstaklingar með gild skipstjórnarréttindi fyrir 30 rúmlesta skip og minni, segir í svari Samgöngustofu. „Þessir einstaklingar þurftu ekki að uppfæra atvinnuskírteini sín, en áletrun þeirra breytist þegar þau koma til endurnýjunar á næstu árum og heyra þau sögunni til í síðasta lagi árið 2030.“

875 vélaverðir

Fram kemur í svari Samgöngustofu að þeir sem hafa lokið skipstjórnarnámi fyrir báta sem eru 12 metrar að lengd eða minni og hafa átta mánaða starfsreynslu en hafa ekki sótt um skipstjórnarskírteini geta gert það fyrir 1. janúar 2023 eða sótt sér viðbótarnám til aukinna skipstjórnarréttinda.

Breytingarnar sem tóku gildi 1. september ná einnig til 875 smáskipavélavarða og verða réttindi þeirra sjálfkrafa uppfærð úr 12 metrum og styttri og 750kW í 15 metra og 750kW við endurnýjun skírteina hjá Samgöngustofu. „Lögskráningarkerfi sjómanna var breytt þannig að handhafar þessara skírteina fást lögskráðir á fiskiskip og önnur skip sem eru <15 metrar og <750 kW.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 394,31 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,25 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,22 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 954 kg
Þorskur 41 kg
Rauðmagi 28 kg
Samtals 1.023 kg
26.4.24 Bergur Sterki HU 17 Grásleppunet
Grásleppa 1.209 kg
Skarkoli 609 kg
Þorskur 275 kg
Steinbítur 51 kg
Hlýri 19 kg
Ýsa 17 kg
Sandkoli 3 kg
Samtals 2.183 kg
26.4.24 Seigur Iii Grásleppunet
Grásleppa 942 kg
Þorskur 233 kg
Skarkoli 66 kg
Steinbítur 15 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 1.264 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 394,31 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,25 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,22 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 954 kg
Þorskur 41 kg
Rauðmagi 28 kg
Samtals 1.023 kg
26.4.24 Bergur Sterki HU 17 Grásleppunet
Grásleppa 1.209 kg
Skarkoli 609 kg
Þorskur 275 kg
Steinbítur 51 kg
Hlýri 19 kg
Ýsa 17 kg
Sandkoli 3 kg
Samtals 2.183 kg
26.4.24 Seigur Iii Grásleppunet
Grásleppa 942 kg
Þorskur 233 kg
Skarkoli 66 kg
Steinbítur 15 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 1.264 kg

Skoða allar landanir »