Eldisstöð Arctic Fish stækkuð

Estrela Abelleira vinnur með hrogn frá Stofnfiski í seiðastöð Arctic …
Estrela Abelleira vinnur með hrogn frá Stofnfiski í seiðastöð Arctic Fish í Tálknafirði. Hún hreinsar egg og dauð seiði úr klakbökkunum. mbl.is/Helgi Bjarnason

Nú í sumar hefjast framkvæmdir við stækkun seiðaeldisstöðvar Arctic Fish í Tálknafirði sem jafnframt er stærsta bygging á Vestfjörðum. Reisa á 6.000 fermetra hús, en með því verður hægt að auka ársframleiðslu stöðvarinnar úr 500 í 1.000 tonn. Þá verður framleiðslugetan um 5 milljónir 200 gramma stórra seiða í stöðinni, en úr þeim fjölda ætti að vera hægt að ala á ári hverju um það bil 25.000 tonn af laxi í sláturstærð.

Kostar á þriðja milljarð kr. 

Áætlaður kostnaður við stækkunina er vel á þriðja milljarð króna. Inni í þeirri tölu er meðal annars það sem kostar að koma upp 4 MW varaaflsstöð, sem þarf til að tryggja öryggi í stöðinni ef rafmagnslaust verður. Byggingartími er um tvö ár og munu um 40-50 manns koma að málinu á framkvæmdatíma.

Eldisstöðin í botni Tálknafjarðar sem nú stendur til að stækka.
Eldisstöðin í botni Tálknafjarðar sem nú stendur til að stækka. mbl.is

Í dag starfa um 55 manns hjá Arctic Fish. Fimmtán vinna í seiðaeldisstöðinni í Tálknafirði, um 30 manns eru við sjóeldið í Patreks-, Tálkna- og Dýrafirði og afgangurinn, um 10 manns, á skrifstofum félagins á Ísafirði og Tálknafirði. Stöðugt fjölgar í félaginu en félagið auglýsir nú eftir um 10 nýjum starfsmönnum sem hefja störf á næstu mánuðum. Nýverið lauk félagið við hlutafjárútboð og er nú skráð í kauphöllina í Ósló. Markaðsvirði félagsins er í dag um 30 milljarðar. Í dag eru um 8.000 tonn í sjó og gert er ráð fyrir að uppskera á þessu ári um 12.000 tonn sem er tæplega 40% aukning á milli ára.

 Spennandi tímar fram undan

„Það eru spennandi tímar fram undan í fiskeldinu á Vestfjörðum og landinu öllu. Fyrirtækin eru farin að uppskera fisk allar vikur ársins og útflutningurinn er farinn að skipta íslenskt hagkerfi miklu máli,“ segir Stein Ove Tveiten forstjóri félagins í tilkynningu.

„Með eldi undanfarinna ára höfum við aflað okkur mikillar reynslu og starfsfólk okkar hefur náð góðum tökum á framleiðslunni. Við höfum því mikla trú á að vöxturinn geti haldið áfram og að framleiðsla innan Vestfjarða muni tvöfaldast frá því sem nú er á næstu árum. Stækkun okkar á seiðaeldisstöðinni í Tálknafirði er liður í því að mæta þeirri framleiðsluaukningu og gerir okkur kleift að setja út stærri seiði sem styttir þann tíma sem fiskurinn þarf að vera í sjónum,“ segir Tveiten enn fremur. 

Stein Ove Tveiten.
Stein Ove Tveiten.
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,40 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,25 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 114,63 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 163,11 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Sigrún GK 97 Grásleppunet
Grásleppa 1.491 kg
Þorskur 132 kg
Rauðmagi 13 kg
Samtals 1.636 kg
26.4.24 Magnús Jón ÓF 14 Grásleppunet
Grásleppa 1.223 kg
Þorskur 215 kg
Ufsi 51 kg
Ýsa 38 kg
Samtals 1.527 kg
26.4.24 Lundey SK 3 Grásleppunet
Grásleppa 680 kg
Þorskur 161 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 856 kg
26.4.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 1.393 kg
Þorskur 97 kg
Samtals 1.490 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,40 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,25 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 114,63 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 163,11 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Sigrún GK 97 Grásleppunet
Grásleppa 1.491 kg
Þorskur 132 kg
Rauðmagi 13 kg
Samtals 1.636 kg
26.4.24 Magnús Jón ÓF 14 Grásleppunet
Grásleppa 1.223 kg
Þorskur 215 kg
Ufsi 51 kg
Ýsa 38 kg
Samtals 1.527 kg
26.4.24 Lundey SK 3 Grásleppunet
Grásleppa 680 kg
Þorskur 161 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 856 kg
26.4.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 1.393 kg
Þorskur 97 kg
Samtals 1.490 kg

Skoða allar landanir »