Eftirlitsmenn Fiskistofu 50% færri daga á sjó

Dögum sem eftirlitsmenn Fiskistofu eru við störf á sjó hefur …
Dögum sem eftirlitsmenn Fiskistofu eru við störf á sjó hefur fækkað á hverju ári, en voru sérstaklega fáir í fyrra. mbl.is/Árni Sæberg

Dregið var verulega úr eftirliti Fiskistofu á sjó í mars á síðasta ári þegar reglur um sóttvarnir voru hertar í þeim tilgangi að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar. Eftirliti á sjó „var þó sinnt þegar slakað var á sóttvörnum og líka þegar aðstæður um borð voru þannig að hægt var að viðhafa viðunandi sóttvarnir. Fóru þá eftirlitsmenn í skimun eins og áhafnir og var áhersla lögð á eftirlit um borð í stærri skipum seinnipart ársins,“ segir í ársskýrslu Fiskistofu.

Í skýrslunni, sem birt var á fimmtudag, kemur fram að eftirlitsmenn stofnunarinnar voru við eftirlit á sjó 571 dag á síðasta ári. Það eru um helmingi færri dagar en árið á undan þegar eftirlitsmenn Fiskistofu voru 1.129 daga við eftirlit á sjó.

Það er hins vegar ekki aðeins hægt að benda á kórónuveiruna þegar eftirlitsdagar eru taldir og hefur dögum sem eftirlitsmenn stofnunarinnar eru á sjó fækkað jafnt og þétt undanfarin ár og voru dagarnir 1.250 árið 2018, 1.173 árið 2017, 1.390 árið 2016, 1.371 árið 2015, 1.607 árið 2014 og 1.743 dagar árið 2013. Með öðrum orðum hefur dögum sem eftirlitsmenn Fiskistofu eru við eftirlit á sjó fækkað um 614 daga eða 35,2% frá árinu 2013 til 2019.

112 þúsund fiskar

Fram kemur að „störf eftirlitsmanna um borð felast meðal annars í stærðarmælingum á fiski og tillögugerð um lokanir veiðisvæða, kvörnun og kyngreiningu fiska, fylgjast með aflasamsetningu, veiðarfærum, hlutfalli smáfisks í afla og brottkasti“. Jafnframt fellur það í hlut þeirra að fylgjast með því að afladagbækur séu rétt útfylltar og í samræmi við veiðar og afla um borð.

Árið 2020 mældu eftirlitsmenn stofnunarinnar 112.202 fiska og voru 1.649 fiskar kvarnaðir. Þá voru mæld 4.913 skeldýr auk þess sem 21 sjávarspendýr og fuglar voru skráð.

Fiskistofa hefur um árabil átt í samstarfi við Landhelgisgæslu Íslands um eftirlit á grunnslóð og hafa eftirlitsmenn Fiskistofu sinnt störfum um borð í varðskipum. Það var fyrst í seinni hluta maímánuðar sem eftirlitsmenn stofnunarinnar fóru í dagsferð með varðskipinu Þór til að fylgjast með grásleppuveiðum á innanverðum Breiðafirði. Í júní var farið í eftirlitsferð með varðskipinu Tý og svo aftur í júlí.

Ekki kom til skyndilokunar

Fram kemur í ársskýrslunni að í þessum tveimur leiðöngrum var farið um borð í 26 báta. Þar af voru 11 á handfæraveiðum, 3 á dragnót, 3 á botnvörpu, 6 á línuveiðum, 2 á humartrolli og 1 uppsjávarskip á makrílveiðum. Tveir bátar eða skip voru færeysk og eitt norskt. „Ein athugasemd og leiðbeining var gerð á vettvangi vegna afladagbókar sem er mikil breyting til batnaðar frá fyrri árum, 1 brotaskýrsla var gerð vegna brottkasts. Ekki kom til skyndilokunar vegna smáfisks í afla.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.5.21 242,71 kr/kg
Þorskur, slægður 7.5.21 308,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.5.21 247,55 kr/kg
Ýsa, slægð 6.5.21 238,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.5.21 69,27 kr/kg
Ufsi, slægður 6.5.21 108,36 kr/kg
Djúpkarfi 16.4.21 187,00 kr/kg
Gullkarfi 6.5.21 214,43 kr/kg
Litli karfi 5.3.21 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.2.21 279,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.5.21 Gísli ÍS-022 Grásleppunet
Grásleppa 459 kg
Samtals 459 kg
7.5.21 Guðmundur Einarsson ÍS-155 Grásleppunet
Grásleppa 385 kg
Samtals 385 kg
7.5.21 Jaki EA-015 Grásleppunet
Grásleppa 1.201 kg
Samtals 1.201 kg
7.5.21 Kristín ÞH-015 Grásleppunet
Grásleppa 1.551 kg
Þorskur 33 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 1.587 kg
7.5.21 Sæljón NS-019 Grásleppunet
Grásleppa 254 kg
Skarkoli 44 kg
Þorskur 16 kg
Samtals 314 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.5.21 242,71 kr/kg
Þorskur, slægður 7.5.21 308,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.5.21 247,55 kr/kg
Ýsa, slægð 6.5.21 238,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.5.21 69,27 kr/kg
Ufsi, slægður 6.5.21 108,36 kr/kg
Djúpkarfi 16.4.21 187,00 kr/kg
Gullkarfi 6.5.21 214,43 kr/kg
Litli karfi 5.3.21 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.2.21 279,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.5.21 Gísli ÍS-022 Grásleppunet
Grásleppa 459 kg
Samtals 459 kg
7.5.21 Guðmundur Einarsson ÍS-155 Grásleppunet
Grásleppa 385 kg
Samtals 385 kg
7.5.21 Jaki EA-015 Grásleppunet
Grásleppa 1.201 kg
Samtals 1.201 kg
7.5.21 Kristín ÞH-015 Grásleppunet
Grásleppa 1.551 kg
Þorskur 33 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 1.587 kg
7.5.21 Sæljón NS-019 Grásleppunet
Grásleppa 254 kg
Skarkoli 44 kg
Þorskur 16 kg
Samtals 314 kg

Skoða allar landanir »