Konum hefur fækkað í sjávarútvegi

Störfum í fiskvinnslu hefur fækkað á síðustu árum og hefur …
Störfum í fiskvinnslu hefur fækkað á síðustu árum og hefur hlutfalli kvenna í fiskiðnaði lækkað samhliða því. mbl.is/Golli

Fækkun starfa í sjávarútvegi vegna aukinnar tæknivæðingar virðist frekar koma niður á konum en körlum. Það sama á við um aukningu í útflutningi á óunnum fiski. Þetta má lesa úr niðurstöðum skýrslu um stöðu og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi sme kynnt var í síðustu viku.

Störfum í fiskvinnslu hefur fækkað töluvert og voru þau um sex þúsund árið 2014 en aðeins fimm þúsund fimm árum síðar og hafði því fækkað um 16,6% á tímabilinu. „Segja má að sú þróun eigi sér tvær meginskýringar. Annars vegar hefur sjálfvirkni og aukin véla- og tæknivæðing í stærstu fiskvinnsluhúsum hugsanlega fækkað atvinnutækifærum og hins vegar hefur útflutningur á óunnum fiski minnkað eftirspurn eftir vinnuafli,“ segir í skýrslunni.

Hins vegar telja höfundar ekki ástæðu til að óttast að fiskvinnsla fari til útlanda í stórum stíl þar sem samkeppnisstaða stóru íslensku sjávarútvegsfyrirtækjanna sé „einfaldlega of sterk“. Þá sé lítil ástæða til að óttast að þróunin hér á landi verði svipuð og í Noregi þar sem 51% af útfluttum þorskafurðum í fyrra var óunninn fiskur.

Fækkun í fiskiðnaði

Árið 2019 störfuðu 4.700 við fiskveiðar og 3.700 í fiskiðnaði hér á landi. Í skýrslunni er vakin athygli á að um langt skeið hafi verið ójöfn kynjaskipting og að 95% sem komu að veiðum voru karlmenn og ríflega 70% í vinnslu voru kvenmenn. Óbreytt ástand ríkir í veiðum en hlutfall karla í fiskiðnaði hefur farið vaxandi á síðustu árum og eru kvenmenn nú innan við 40% þessara starfsmanna. Skýrsluhöfundar segja ástæður breytinganna rannsóknarefni.

Ekki verður þó annað séð en að fækkun starfa í vinnslum landsins hafi komið niður á konum. Þá kann að vera að með aukinni vinnslu afurða á sjó hafi störfin færst úr hefðbundinni kvennastétt til hefðbundinnar karlastéttar.

Hægfara breytingar

Í skýrslunni er bent á að konum hafi fjölgað í hliðargreinum sem og ýmsum sprotafyrirtækjum sem tengjast sjávarútvegi.

„Karlar hafa verið í miklum meirihluta þess fólks sem verið hefur sýnilegt innan sjávarútvegsins og utan, með örfáum undantekningum þó. Konur hafa átt á brattann að sækja og mörgum hefur reynst erfitt að skapa sér sess í jafn karllægri atvinnugrein. Á síðari árum hafa þó átt sér stað hægfara breytingar, þar sem konur hafa orðið meira áberandi, bæði hvað varðar starfsemi fyrirtækja í greininni og hagsmunagæslu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,40 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,25 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 114,63 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 163,11 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 64 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 71 kg
26.4.24 Bobby 6 ÍS 366 Sjóstöng
Þorskur 172 kg
Samtals 172 kg
26.4.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 328 kg
Samtals 328 kg
26.4.24 Bobby 9 ÍS 369 Sjóstöng
Þorskur 67 kg
Samtals 67 kg
26.4.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 326 kg
Samtals 326 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,40 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,25 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 114,63 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 163,11 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 64 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 71 kg
26.4.24 Bobby 6 ÍS 366 Sjóstöng
Þorskur 172 kg
Samtals 172 kg
26.4.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 328 kg
Samtals 328 kg
26.4.24 Bobby 9 ÍS 369 Sjóstöng
Þorskur 67 kg
Samtals 67 kg
26.4.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 326 kg
Samtals 326 kg

Skoða allar landanir »