Fjöldi skipa leita nú makríls

Beitir NK og Venus NS á loðnumiðum 2016. Uppsjávarskipin leita …
Beitir NK og Venus NS á loðnumiðum 2016. Uppsjávarskipin leita nú makríls en fátt er að frétta í þeim efnum. mbl.is/Börkur Kjartansson

Beitir NK, Börkur NK og Vilhelm Þorsteinsson EA héldu til makrílleitar í nótt. Fátt er hins vegar að frétta af leitinni eins og stendur, segir Tómas Kárason, skipstjóri á Beiti, í færslu á vef Síldarvinnslunnar.

„Við byrjuðum að fara út fyrir kantinn við Litladýpi og erum nú að fylgja hitaskilum suður eftir. Hér er dálítið síldarlíf en annars ósköp lítið að sjá. Börkur byrjaði leit út við Berufjarðarálshorn og Vilhelm á Papgrunni en er nú að leita í Rósagarðinum. Hoffell er síðan að leita dálítið norðar. Ísleifur mun hafa kastað suður af landinu í gær með litlum árangri og Grandaskipin, Venus og Víkingur, eru að koma að vestan. Fleiri eiga síðan eftir að bætast í hópinn,“ segir Tómas.

Hann telur líklegt að leita þurfi mun sunnar til að finna makríl þar sem sjórinn er heldur kaldari nú en á sama tíma í fyrra, það vori seint. „Í fyrra byrjuðum við að veiða á eftir sumum öðrum skipum vegna þess að við vorum í slipp. Þá köstuðum við fyrst 9. júlí á Þórsbankanum og þá var þar töluvert að sjá, bæði síld og makríl. Það hefur sem sagt enginn rekist á neitt sem orð er á gerandi hingað til en færeysku makrílskipin virðast vera að veiðum norður af Færeyjum. Ég hef trú á því að hitastigið í sjónum geri það að verkum að makríllinn komi hingað tiltölulega seint en ég held að hann skili sér.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.10.24 417,67 kr/kg
Þorskur, slægður 11.10.24 455,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.10.24 229,45 kr/kg
Ýsa, slægð 11.10.24 203,19 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.10.24 241,47 kr/kg
Ufsi, slægður 11.10.24 257,52 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.24 196,31 kr/kg
Gullkarfi 11.10.24 201,63 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.10.24 195,15 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.10.24 Haukafell SF 111 Handfæri
Ufsi 569 kg
Þorskur 466 kg
Samtals 1.035 kg
12.10.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 6.151 kg
Ýsa 2.333 kg
Langa 264 kg
Ufsi 171 kg
Keila 150 kg
Steinbítur 97 kg
Karfi 43 kg
Skarkoli 17 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 9.230 kg
12.10.24 Geirfugl GK 66 Línutrekt
Ýsa 81 kg
Steinbítur 60 kg
Þorskur 24 kg
Hlýri 23 kg
Samtals 188 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.10.24 417,67 kr/kg
Þorskur, slægður 11.10.24 455,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.10.24 229,45 kr/kg
Ýsa, slægð 11.10.24 203,19 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.10.24 241,47 kr/kg
Ufsi, slægður 11.10.24 257,52 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.24 196,31 kr/kg
Gullkarfi 11.10.24 201,63 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.10.24 195,15 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.10.24 Haukafell SF 111 Handfæri
Ufsi 569 kg
Þorskur 466 kg
Samtals 1.035 kg
12.10.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 6.151 kg
Ýsa 2.333 kg
Langa 264 kg
Ufsi 171 kg
Keila 150 kg
Steinbítur 97 kg
Karfi 43 kg
Skarkoli 17 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 9.230 kg
12.10.24 Geirfugl GK 66 Línutrekt
Ýsa 81 kg
Steinbítur 60 kg
Þorskur 24 kg
Hlýri 23 kg
Samtals 188 kg

Skoða allar landanir »