Ekkert sést til makrílsins

Áhöfnin á Venusi hefur ekkert orðið var við makríl enn …
Áhöfnin á Venusi hefur ekkert orðið var við makríl enn sem komið er. mbl.is/Börkur Kjartansson

Fátt var að frétta af makrílleitinni er blaðamaður ræddi við Berg Einarsson, skipstjóra á uppsjávarskipinu Venusi NS-150, síðdegis í gær. Þá var Venus ásamt Víkingi AK-100 mættur á miðin suður af landinu við Kötluhryggi í leit að makríl, en bæði skipin eru gerð út af Brimi. „Það eru nokkuð mörg skip komin út og eru dreifð að leita. Það hefur enginn híft neitt,“ sagði Bergur.

„Það er verið að leita og athuga hvort við finnum eitthvað. Þetta er fyrsti dagurinn sem við erum að leita núna, en erum búnir að fara tvisvar áður í stutta leit. Sjórinn er nú eitthvað að hlýna en hann er búinn að vera mjög kaldur hérna sunnan við landið,“ útskýrir skipstjórinn sem segir fáar vísbendingar um að makríll fari að sjást.

Ekkert sumar í sjónum

„En þetta hefur aðeins hlýnað og þá er von. Þótt hann [makríllinn] hafi verið eitthvað fyrr á ferðinni í fyrra er ekkert víst að hann verði það núna, enda sjórinn talsvert kaldari í ár. Það er ekkert sumar komið í sjónum. Þetta er bara eins og með landið, það vantar bara sumarið,“ segir Bergur að lokum.

Beitir NK og Börkur NK, skip Síldarvinnslunnar, héldu ásamt uppsjávarskipi Samherja, Vilhelm Þorsteinssyni EA, til leitar austur af landinu aðfaranótt miðvikudags. Hóf Beitir leit við Litladýpi, Börkur við Berufjarðarhálshorn og Vilhelm á Papgrunni. Sagði Tómas Kárason, skipstjóri á Beiti, í gær að makríllinn væri líklega talsvert sunnar og vakti athygli á að færeysku uppsjávarskipin séu á makrílveiðum norður af Færeyjum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 394,31 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,25 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,22 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 954 kg
Þorskur 41 kg
Rauðmagi 28 kg
Samtals 1.023 kg
26.4.24 Bergur Sterki HU 17 Grásleppunet
Grásleppa 1.209 kg
Skarkoli 609 kg
Þorskur 275 kg
Steinbítur 51 kg
Hlýri 19 kg
Ýsa 17 kg
Sandkoli 3 kg
Samtals 2.183 kg
26.4.24 Seigur Iii Grásleppunet
Grásleppa 942 kg
Þorskur 233 kg
Skarkoli 66 kg
Steinbítur 15 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 1.264 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 394,31 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,25 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,22 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 954 kg
Þorskur 41 kg
Rauðmagi 28 kg
Samtals 1.023 kg
26.4.24 Bergur Sterki HU 17 Grásleppunet
Grásleppa 1.209 kg
Skarkoli 609 kg
Þorskur 275 kg
Steinbítur 51 kg
Hlýri 19 kg
Ýsa 17 kg
Sandkoli 3 kg
Samtals 2.183 kg
26.4.24 Seigur Iii Grásleppunet
Grásleppa 942 kg
Þorskur 233 kg
Skarkoli 66 kg
Steinbítur 15 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 1.264 kg

Skoða allar landanir »