Hagræðing næst með samruna

Reyðarfjörður. Fiskeldi Austfjarða og Laxar fiskeldi eru með sjókvíaeldi víða …
Reyðarfjörður. Fiskeldi Austfjarða og Laxar fiskeldi eru með sjókvíaeldi víða á Austfjörðum og seiðastöðvar í Ölfusi og Kelduhverfi og er fyrrnefnda fyrirtækið einnig að byggja upp stórseiðastöð á Kópaskeri. Jjósmynd/Laxar fiskeldi

Samruni eða nánari samvinna austfirsku fiskeldisfyrirtækjanna Fiskeldis Austfjarða og Laxa fiskeldis mun væntanlega leiða til að rekstrarkostnaður minnkar með meiri stærðarhagkvæmni. Þá er talið að öflugra fyrirtæki fái sóknarfæri, meðal annars í markaðsmálum.

Ice Fish Farm AS, norskt félag sem heldur á öllum hlutabréfum í Fiskeldi Austfjarða og er skráð á Euronext-hlutabréfamarkaðinn í kauphöllinni í Ósló, tilkynnti í gærmorgun að ákveðið hefði verið að hefja viðræður við Laxa fiskeldi ehf. um framtíðarfyrirkomulag rekstursins. Snúast viðræðurnar væntanlega um samruna eða nánari samvinnu fyrirtækjanna tveggja.

Koma þessar viðræður ekki á óvart, hafa raunar legið í loftinu frá því í nóvember. Þá keypti norska fiskeldisfyrirtækið Måsøval Eiendom AS, sem átti fyrir meirihlutann í Löxum fiskeldi, meirihluta hlutabréfa í Ice Fish Farm. Måsøval er fjölskyldufyrirtæki sem raunar er nú að opna sig með skráningu á hlutabréfamarkað og útboði á nýju hlutafé. Það á nú um 55% í báðum íslensku fyrirtækjunum.

Eftir að tilkynnt var um kaupin á Ice Fish Farm sagði Lars Måsøval, stjórnarformaður norska fyrirtækisins við blaðamann Morgunblaðsins, spurður um líkur á samruna fyrirtækjanna á Íslandi, að allt væri óráðið í því efni þar sem kaupin væru háð samþykki norskra og íslenskra samkeppnisyfirvalda. Þyrfti að bíða eftir niðurstöðum þeirra áður en nokkuð yrði ákveðið um framhaldið, að því er fram kemur í umfjöllun um áform þessi í Morgnublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 242,37 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 220,11 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,93 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 473 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 485 kg
19.9.24 Vestmannaey VE 54 Botnvarpa
Þorskur 25.059 kg
Ýsa 19.310 kg
Ufsi 479 kg
Karfi 114 kg
Samtals 44.962 kg
19.9.24 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 924 kg
Ýsa 112 kg
Ufsi 68 kg
Skarkoli 17 kg
Karfi 9 kg
Hlýri 5 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 1.140 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 242,37 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 220,11 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,93 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 473 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 485 kg
19.9.24 Vestmannaey VE 54 Botnvarpa
Þorskur 25.059 kg
Ýsa 19.310 kg
Ufsi 479 kg
Karfi 114 kg
Samtals 44.962 kg
19.9.24 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 924 kg
Ýsa 112 kg
Ufsi 68 kg
Skarkoli 17 kg
Karfi 9 kg
Hlýri 5 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 1.140 kg

Skoða allar landanir »