Fjölbreytnin þykir með ólíkindum

Hafrannsóknastofnun hefur tekið þátt í rannsóknum á miðsjávarlögum en þar …
Hafrannsóknastofnun hefur tekið þátt í rannsóknum á miðsjávarlögum en þar má áætla að sé um 10 milljarða tonna ónýttu lífmassi. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun/Svanhildur Egilsdóttir

Í miðsjávarlögunum er áætlað að hægt sé að finna um 10 milljarða tonna lífmassa sem kann að koma að notum við að mæta prótínþörf mannkynsins. Fátt er þó vitað um lífríkið á þessu mikla dýpi.

Miðsjávarlögin, sem við köllum líka stundum teppi, eru þykkt „lag“ lífvera sem fyrirfinnast á mörkum þess í sjónum þar sem dagsljós þrýtur og myrkrið verður algert, Ameríkanar kalla þetta twilight zone,“ segir Klara Björg Jakobsdóttir, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun.

Stofnunin tekur þátt í alþjóðlegu rannsóknaverkefni um lífríkið á þessu mikla dýpi sem nefnist MEESO og er styrkt af Evrópusambandinu. „Í stórum dráttum er eitt af markmiðum verkefnisins að meta umfang lífmassa og framleiðni í miðsjávarlögum N-Atlantshafsins,“ útskýrir Klara, en miðsjávarlögin ná frá um 200 metra dýpi að 1.000 metrum.

Í miðsjávarlögum er að finna milljarða tonna af próteini sem …
Í miðsjávarlögum er að finna milljarða tonna af próteini sem ekki er nýtt í dag. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun/Svanhildur Egilsdóttir
Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun/Svanhildur Egilsdóttir

Lítið þekkt

Lagt var í leiðangur til að afla gagna síðasta sumar og er Klara einn höfunda skýrslu sem birt var nýlega um niðurstöðurnar. Í leiðangrinum var magn, dreifing og samsetning miðsjávarfánu rannsökuð í tengslum við umhverfisþætti og vöxt og viðgang plöntusvifs.

„Segja má að lífverur í þessum miðsjávarlögum myndi vistkerfi út af fyrir sig og þykir tegundafjölbreytnin í og við þessi miðsjávarlög með ólíkindum. Miðsjávarlögin eru enn lítið þekkt fyrirbrigði en það hefur lengi verið vitað að töluvert magn lífmassa leynist í miðsjávarlögum úthafanna og nýlega var lífmassi þeirra áætlaður um 10 milljarðar tonna. Það er því eftir töluverðu að sækjast með aukna prótínþörf heimsbyggðarinnar í huga. MEESO rannsakar því einnig mögulega nýtingu á þessum miðsjávarlögum bæði með tilliti til arðbærni en einnig til sjálfbærni þess háttar veiða,“ segir Klara.

Greina þarf vandlega hverja tegund.
Greina þarf vandlega hverja tegund. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun/Svanhildur Egilsdóttir
Við rannsóknirnar á þessu mikla dýpi er stuðst við bergmálsmæla.
Við rannsóknirnar á þessu mikla dýpi er stuðst við bergmálsmæla. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun/Svanhildur Egilsdóttir

Spurð hverjar helstu áskoranir séu í slíkum rannsóknum svarar hún: „Helsta áskorun rannsóknanna er vissulega dýptin. Bergmálstækni spilar stórt hlutverk í rannsóknum af þessu tagi. Þróun í bergmálstækni hefur fleygt fram og þ.a.l. þekking okkar aukist til muna. Hins vegar eru þetta dýr mælitæki og erfitt hefur verið að halda í við framþróun þeirra.“

Ekki er ólíklegt að mörgum lesendum kunni að finnast þeir fiskar sem finnast á þessu mikla dýpi ekki líta út fyrir að henta vel í matvæli. Innt álits á því hvort raunhæft sé að nýta þessar tegundir segir Klara svo vera.

Þegar með veiðireynslu

„Veiðar í og við þessi miðsjávarlög eru Íslendingum alls ekki ókunn: Úthafskarfi heldur sig í og við þess háttar miðsjávarlög. Einnig fóru fram tilraunaveiðar á gulldeplu fyrir um áratug hér við land en gulldepla (Maurolicus mülleri) ásamt ísalaxsíld (Benthosema glaciale) eru tvær helstu fisktegundir sem veiðast í nýtanlegu magni í N-Atlantshafi.“

Þá bendir hún á að nokkur íslensk útgerðarfyrirtæki taki þátt í vinnufundum á vegum MEESO-verkefnisins og hefur veiðireynsla nokkurra íslenskra fiskiskipa í gulldepluveiðum fyrir áratug verið mikilvægt framlag í verkefnið, að sögn Klöru.

Bjúgtanni er ekki fallegur en áhugaverður.
Bjúgtanni er ekki fallegur en áhugaverður. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun/Svanhildur Egilsdóttir
Sloans-gelgja hefur tvöfalda röð ljósfæra.
Sloans-gelgja hefur tvöfalda röð ljósfæra. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun/Svanhildur Egilsdóttir

Um 130 tegundir greindar úr sjö dýraflokkum

Meginsvæði rannsóknarleiðangursins síðasta sumar fylgdi sniði sem liggur eftir 61°50'N-breiddarbaug, frá 38°49'V og að 16°05'V. Frá Grænlandshafi yfir Reykjaneshrygg og inn í Suðurdjúp, sem og á stöð í Grindavíkurdýpi.

Fram kemur í skýrslunni að „eftir endilöngu sniðinu var um það bil 50 metra þykkt blöndunarlag sem svifgróður virtist dafna í. Samkvæmt bergmálsmælingum voru tvö meginlög miðsjávarlífvera. Hlutfallslega sterkt endurvarp á tíðninni 18 kHz stafaði einkum frá miðsjávarfiskum sem héldu sig tiltölulega grunnt á nóttunni (ofan við 100 m dýpi) en djúpt á daginn (~300-400 m). Annað lag af sterku endurvarpi, sem ekki virtist ferðast upp á nóttunni en halda sig á 500-700 m dýpi allan sólarhringinn, kom fram á 38 kHz tíðni. Þetta voru aðallega miðsjávarfiskar og sviflæg krabbadýr.“

Fjöldi tegunda var greindur í rannsókn Hafrannsóknastofnunar á miðsjávarlögum.
Fjöldi tegunda var greindur í rannsókn Hafrannsóknastofnunar á miðsjávarlögum. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun/Svanhildur Egilsdóttir

Þá sýndu niðurstöður að lífmassinn í efstu 200 metrum sjávar hafi verið almennt meiri í Grænlandshafi en í Suðurdjúpi. Meiri þéttleiki var í dýrasvifinu á bilinu 0-50 metra dýpi en á bilinu 50-200 metrar.

„Marglyttur (aðallega Periphylla sp. og Atolla sp.) voru yfirleitt meira en helmingur lífmassans sem kom í stórátuvörpu. Um það bil 130 tegundir voru greindar úr sjö dýraflokkum. Þar af voru um 50 fisktegundir og 40 tegundir krabbadýra. Algengustu fisktegundirnar reyndust vera ísalaxsíld (Benthosema glaciale), fiskar af stirnaætt (Gonostomatidae) og íshafslaxsíld (Protomyctophum arcticum). Í skýrslunni eru sýnd lengdar-þyngdarsambönd nokkurra helstu tegunda sem komu í vörpuna.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 20.939 kg
Skarkoli 505 kg
Þorskur 191 kg
Steinbítur 30 kg
Samtals 21.665 kg
18.9.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 4.702 kg
Þorskur 3.032 kg
Langlúra 147 kg
Ufsi 60 kg
Karfi 44 kg
Sandkoli 41 kg
Samtals 8.026 kg
18.9.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 4.556 kg
Skarkoli 2.602 kg
Ýsa 2.186 kg
Steinbítur 196 kg
Sandkoli 95 kg
Samtals 9.635 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 20.939 kg
Skarkoli 505 kg
Þorskur 191 kg
Steinbítur 30 kg
Samtals 21.665 kg
18.9.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 4.702 kg
Þorskur 3.032 kg
Langlúra 147 kg
Ufsi 60 kg
Karfi 44 kg
Sandkoli 41 kg
Samtals 8.026 kg
18.9.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 4.556 kg
Skarkoli 2.602 kg
Ýsa 2.186 kg
Steinbítur 196 kg
Sandkoli 95 kg
Samtals 9.635 kg

Skoða allar landanir »