VS-afli aukist um 51% milli ára

Mun minna af þorski er flokkað sem VS-afli nú en …
Mun minna af þorski er flokkað sem VS-afli nú en fyrir áratug, en magn af tegundinni í undirmáli hefur lítið breyst. VS-afli hefur hins vegar aukist mikið að undanförnu. mbl.is/Kristinn Benediktsson

Frá fiskveiðiárinu 2017/2018 hefur VS-afli aukist um rúm 1.709 tonn eða því sem nemur 129% og kemur hækkunin á tiltölulega skömmum tíma í kjölfar lengra lækkunarskeiðs. Hið sama er ekki upp á teningnum er kemur að undirmálsafla, en hann hefur lækkað jafnt og þétt um 41% á síðastliðnum áratug þrátt fyrir mikla aukningu frá í fyrra.

Samkvæmt tölum Fiskistofu fyrir VS-afla á fiskveiðiárið 2020/2021 voru rúmlega 3.000 tonn skráð sem slíkur afli á fiskveiðiárinu sem er að ljúka og er þetta mesta magn sem skráð hefur verið sem VS-afli á undanförnum áratug. Aukningin frá fiskveiðiárinu á undan nemur 51% en VS-afli hefur aukist töluvert frá fiskveiðiárinu 2017/2018 þegar aðeins 1.321 tonn var skráð sem slíkur afli.

Hvað er VS-afli?

Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða og gildandi reglugerð um fiskveiðar í atvinnuskyni er skipstjóra heimilt að ákveða að 5% af lönduðum afla innan fiskveiðiársins í botnfisktegundum og 0,5% í uppsjávartegundum sé utan aflaheimilda. Þá er áhöfn skylt að halda þessum afla aðskildum frá öðrum afla og landa sérstaklega. Aflinn er svo seldur á viðurkenndum uppboðsmarkaði og fer 20% af andvirði aflans til útgerðar skipsins til að greiða áhöfn laun en 80% í ríkissjóð að frádregnum hafnargjöldum og kostnaði við uppboðið.

Ákvæðinu um VS-afla var komið á til að hvetja til þess að komið verði með allan afla að landi hvort sem um er að ræða afla umfram aflamarksstöðu, undirmálsfisk eða skemmdan afla. Þá skiptist VS-aflaheimildin í fjögur þriggja mánaða tímabil á fiskveiðiárinu og er reiknuð út frá lönduðum afla skipsins. Ekki er heimilt að flytja ónýttar heimildir milli tímabilanna. Þó má miða ýsuafla og afla sem fæst sem meðafli við grásleppuveiðar við heimild fiskveiðiársins í heild.

Magn ýsu í VS-afla hefur aukist gífurlega að undanförnu.
Magn ýsu í VS-afla hefur aukist gífurlega að undanförnu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hugsanlega mikil ýsa á miðunum

Aukning VS-afla er mest í ýsu en það magn hefur tvöfaldast frá síðasta fiskveiðiári og sexfaldaðist frá fiskveiðiárinu þar á undan. Skráð ýsa sem VS-afli hefur því tólffaldast á aðeins tveimur árum.

Ekki liggur fyrir hver skýringin er en það getur hæglega haft áhrif að aflamark í ýsu sé lækkað og að ýsa fáist óhjákvæmilega sem fylgifiskur þorskveiða. Sést til að mynda árin 2012/2013 og 2013/2014 að yfir 900 tonn af ýsu eru skráð sem VS-afli en á þessum árum nam aflamark í ýsu aðeins 36 þúsund og 38 þúsund tonnum, en var 45 þúsund tonn fiskveiðiárið 2011/2012 og 50 þúsund tonn 2010/2011. Fiskveiðiárið 2018/2019 er svo ýsukvótinn kominn í tæp 58 þúsund tonn og þá eru aðeins 83 tonn af ýsu skráð sem VS-afli.

Hins vegar nemur útgefið aflamark í ýsu 53.389 tonnum á fiskveiðiárinu sem er að ljúka og hafa yfir þúsund tonn af ýsu verið skráð sem VS-afli. Ber að benda á að ýsa hefur fengist í miklu magni á árinu og var átta þúsund tonnum af ýsu bætt við aflamark fiskveiðiársins og þau tekin af aflamarki næsta árs. Þessi mikla aukning í skráningu ýsu sem VS-afla má því líklega rekja til þess að tegundin veiðist í mun meiri mæli en mætti ætla.

Undirmál minnkað

Ýmis ákvæði hafa verið sett inn í lög um stjórn fiskveiða og reglugerðir til þess að auka skilvirkni fiskveiðistjórnarkerfisins. Auk ákvæða um VS-afla er að finna ákvæði um undirmálsafla og millifærsla aflaheimilda milli skipa ætluð til þess að hægt sé að telja meðafla til kvóta og koma í veg fyrir brottkast.

Undirmálsafli telst að hálfu til aflamarks sem á að hvetja til þess að komið sé með smáfisk að landi fremur en að kasta honum. Heimildin nær þó eingöngu til 10% af afla veiðiferðar og þarf að halda aflanum aðgreindum frá öðrum afla um borð og vigta sérstaklega. Fiskistofa fer með eftirlit með réttmæti skráningar afla sem undirmálsafla.

Árið 2019 komst Fiskistofa að þeirri niðurstöðu að í 59% tilfella sem stofnunin mældi undirmálsafla væri ekki um raunverulegt undirmál að ræða. Merkilegt er að það ár var minna um skráningu undirmálsafla en nokkru sinni á síðastliðnum áratug. Mest var um slíkan afla fiskveiðiárið 2010/2011 eða rúmt 1.971 tonn, en á fiskveiðiárinu sem lýkur 1. september hafa aðeins 1.159 tonn verið skráð sem undirmál.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.9.21 478,86 kr/kg
Þorskur, slægður 26.9.21 538,36 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.9.21 405,39 kr/kg
Ýsa, slægð 26.9.21 393,58 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.9.21 214,08 kr/kg
Ufsi, slægður 26.9.21 247,64 kr/kg
Djúpkarfi 9.9.21 229,00 kr/kg
Gullkarfi 26.9.21 365,82 kr/kg
Litli karfi 14.7.21 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 24.9.21 261,61 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.9.21 Óli Á Stað GK-099 Lína
Þorskur 1.886 kg
Ýsa 1.075 kg
Steinbítur 81 kg
Hlýri 14 kg
Ufsi 13 kg
Lýsa 1 kg
Samtals 3.070 kg
26.9.21 Fjölnir GK-157 Lína
Tindaskata 3.416 kg
Samtals 3.416 kg
26.9.21 Áskell ÞH-048 Botnvarpa
Þorskur 26.327 kg
Ýsa 8.330 kg
Ufsi 4.723 kg
Samtals 39.380 kg
26.9.21 Bobby 15 ÍS-375 Sjóstöng
Þorskur 69 kg
Samtals 69 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.9.21 478,86 kr/kg
Þorskur, slægður 26.9.21 538,36 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.9.21 405,39 kr/kg
Ýsa, slægð 26.9.21 393,58 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.9.21 214,08 kr/kg
Ufsi, slægður 26.9.21 247,64 kr/kg
Djúpkarfi 9.9.21 229,00 kr/kg
Gullkarfi 26.9.21 365,82 kr/kg
Litli karfi 14.7.21 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 24.9.21 261,61 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.9.21 Óli Á Stað GK-099 Lína
Þorskur 1.886 kg
Ýsa 1.075 kg
Steinbítur 81 kg
Hlýri 14 kg
Ufsi 13 kg
Lýsa 1 kg
Samtals 3.070 kg
26.9.21 Fjölnir GK-157 Lína
Tindaskata 3.416 kg
Samtals 3.416 kg
26.9.21 Áskell ÞH-048 Botnvarpa
Þorskur 26.327 kg
Ýsa 8.330 kg
Ufsi 4.723 kg
Samtals 39.380 kg
26.9.21 Bobby 15 ÍS-375 Sjóstöng
Þorskur 69 kg
Samtals 69 kg

Skoða allar landanir »