Snæfellsnes mikilvægt í sókninni

F.v. Óðinn, Halldór, Brynjar, Ægir og Þór Kristmundssynir á Steinunni …
F.v. Óðinn, Halldór, Brynjar, Ægir og Þór Kristmundssynir á Steinunni SH-167 í vertíðarlok 2020. Nú hafa breytingar orðið, en Brynjar og Ægir halda áfram. mbl.is/Sigurður Bogi

„Breytingin er mikil en ég er sáttur við niðurstöðuna,“ segir Brynjar Kristmundsson, skipstjóri á Ólafsvíkurbátnum Steinunni SH. Kunngerð voru á þriðjudag kaup FISK Seafood ehf. á Sauðárkróki á 60% hlut í útgerðarfélaginu Steinunni hf. í Ólafsvík.

Strax og sú niðurstaða var fengin var haldið á sjóinn og þegar Morgunblaðið ræddi við Brynjar í gær var hann á Flákanum svonefnda, norðarlega á Breiðafirði. Aflinn var kropp; þorskur, koli og ögn af ýsu.

Fimm bræður og einn í viðbót

Steinunn hf. hefur í áratugi verið í eigu fimm bræðra, en nú hafa þeir Þór og Óðinn Kristmundssynir selt hluti sína. Sama gerði fjölskylda Sumarliða, þriðja bróðurins, sem lést fyrir nokkrum árum. Bræðurnir Brynjar og vélstjórinn Ægir halda áfram hvor sínum 20% hlutnum og verða áfram í áhöfn, sem að öðru leyti breytist nokkuð eftir að hafa verið að stofninum til hin sama síðan um 1990. Ónefndur er hér sjötti bróðirinn, Halldór Kristmundsson, sem stóð utan eigendahópsins, var í áhöfn en er nú kominn í land.

Steinunn SH-167 er 153 tonna dragnótarbátur, smíðaður árið 1971 hjá …
Steinunn SH-167 er 153 tonna dragnótarbátur, smíðaður árið 1971 hjá Stálvík. Kvóti sem fylgir sölu er ríflega 1.100 tonn í 15 tegundum. mbl.is/Sigurður Bogi

Að efla umsvif sín í útgerð vertíðarbáta enn frekar er markmið FISK Seafood ehf. með kaupunum á Steinunni, sem fyrir á fyrirtækið Soffanías Cecilsson ehf. í Grundarfirði, með útgerð og vinnslu. Það er skoðun Skagfirðinga sem keyptu að Snæfellsnesið sé eitt atvinnusvæði og búi yfir miklum tækifærum til að styrkja stöðu sína á sviði fjölbreyttrar starfsemi í sjávarútvegi.

„Þetta er stórt og mikilvægt skref fyrir FISK Seafood í sókn sinni til aukinnar fjölbreytni í útgerð, vinnslu og sölu íslensks sjávarfangs. Við lítum á Snæfellsnesið sem mikilvægan hlekk fyrir áframhaldandi sókn okkar í sjávarútveginum,“ segir Friðbjörn Ásbjörnsson framkvæmdastjóri í fréttatilkynningu.

Stakkholtsættin umsvifamikil

Bræðurnir á Steinunni SH eru af svonefndri Stakkholtsætt, sem lengi hefur verið umsvifamikil í sjávarútvegi í Ólafsvík. Sagan hefst á Halldóri Friðgeir Jónssyni, afa bræðranna, sem um 1940 hóf útgerð og farnaðist vel. Halldór gerði meðal annars út Steinunni SH og hefur nafnið haldist á nokkrum bátum. Sá sem nú var seldur er 153 tonna dragnótarbátur, smíðaður árið 1971 hjá Stálvík í Garðabæ.

Kvótinn sem fylgir er ríflega 1.100 tonn í fimmtán tegundum, meðal annars um 850 tonn í þorski auk ýsu, ufsa, skarkola og fleira. FISK Seafood greiðir ríflega 2,5 milljarða króna fyrir eignarhlut sinn í Steinunni og eru viðskiptin gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Á nýliðnu fiskveiðiári fiskuðust á bátinn nærri 1.500 tonn í um 120 róðrum.

„Við erum þakklátir fyrir að þessi langi rekstur fjölskyldunnar hafi nú fengið tækifæri til kraftmikillar endurnýjunar. Innkoma Friðbjörns Ásbjörnssonar með mikla þekkingu á aðstæðum útgerðarinnar á Snæfellsnesi og hið sterka bakland FISK Seafood gefur góð fyrirheit um framhaldið. Samstarf okkar er ekki eingöngu grundvallað á metnaðarfullum markmiðum heldur einnig langri vináttu héðan af Nesinu og gagnkvæmu trausti. Það skiptir miklu máli,“ segja Brynjar og Ægir Kristmundssynir í tilkynningu um lyktir sölunnar og verkefnin sem fram undan eru.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 392,71 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 306,71 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 199,48 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 77,57 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 109,66 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 153,07 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Manni ÞH 88 Grásleppunet
Grásleppa 885 kg
Skarkoli 158 kg
Þorskur 49 kg
Samtals 1.092 kg
26.4.24 Sigrún GK 97 Grásleppunet
Grásleppa 1.491 kg
Þorskur 132 kg
Rauðmagi 13 kg
Samtals 1.636 kg
26.4.24 Magnús Jón ÓF 14 Grásleppunet
Grásleppa 1.223 kg
Þorskur 215 kg
Ufsi 51 kg
Ýsa 38 kg
Samtals 1.527 kg
26.4.24 Lundey SK 3 Grásleppunet
Grásleppa 680 kg
Þorskur 161 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 856 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 392,71 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 306,71 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 199,48 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 77,57 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 109,66 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 153,07 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Manni ÞH 88 Grásleppunet
Grásleppa 885 kg
Skarkoli 158 kg
Þorskur 49 kg
Samtals 1.092 kg
26.4.24 Sigrún GK 97 Grásleppunet
Grásleppa 1.491 kg
Þorskur 132 kg
Rauðmagi 13 kg
Samtals 1.636 kg
26.4.24 Magnús Jón ÓF 14 Grásleppunet
Grásleppa 1.223 kg
Þorskur 215 kg
Ufsi 51 kg
Ýsa 38 kg
Samtals 1.527 kg
26.4.24 Lundey SK 3 Grásleppunet
Grásleppa 680 kg
Þorskur 161 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 856 kg

Skoða allar landanir »