Knýja á um alvörusamningaviðræður

Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasamband Íslands.
Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasamband Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þing Sjómannasambands Íslands skorar á aðildarfélög sambandsins að hefja nú þegar undirbúning aðgerða til að knýja á um alvörusamningaviðræður við útvegsmenn. Samninganefnd sambandsins taki málið til umfjöllunar svo fljótt sem auðið er og móti stefnu um sameiginlegar aðgerðir til framtíðar.

Kemur þetta fram í ályktun þings Sjómannasambandsins sem fram fór á fimmtudag og föstudag.

Kanna hug félagsmanna

„Við þurfum að enda þessa deilu einhvern veginn. Ef við þurfum að fara í aðgerðir til þess, verður svo að vera,“ segir Valmundur Valmundsson sem endurkjörinn var formaður til næstu tveggja ára.

Valmundur lagði jafnframt áherslu á að aðildarfélögin færu með samningsumboðið og þau tækju sínar ákvarðanir. Nú færu forystumenn þeirra að kanna hug félagsmanna.

Fram hefur komið að hugsanlegar verkfallsaðgerðir sjómanna gætu tengst loðnuvertíð í vetur. Spurður hvort verkfallshljóð sé komið í félagsmenn segist Valmundur ekki vita það. En hljóðið sé að þyngjast. Menn telji ótækt að vera kjarasamningslausir í tvö ár.

Krafa um viðræður

Í ályktun eru Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, samningsaðili sjómannafélaganna, vítt harðlega fyrir að gera ekki kjarasamninga við sjómenn um sjálfsögð réttindamál sem önnur samtök launafólks hafi þegar samið um. Aðallega hefur strandað á kröfu sjómanna um 3,5% viðbótarframlag í lífeyrissjóð. Þess er krafist að gengið verði þegar til raunverulegra viðræðna við samninganefnd Sjómannasambands Íslands.

Vakin er athygli á því að útgerðin hafi hagnast um 36 þúsund milljónir á ári, að meðaltali síðustu fimm árin, en kostnaðarauki af lífeyrissjóðskröfunni sé innan við eitt þúsund milljónir á ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »