„Ekki útlit fyrir að samningar náist án átaka“

Sjómenn að störfum um borð í Engey.
Sjómenn að störfum um borð í Engey. Ljósmynd/Borgar Björgvinsson

Þing Sjómannasambands Íslands (SSÍ) skorar á aðildarfélög sambandis að hefja undirbúning aðgerða til að „knýja á um alvöru samningaviðræður við útvegsmenn.“ Telur sambandið ekki hægt að komast áfram í samningaviðræðum án átaka og sakar SSÍ viðsemjendur um að draga lappirnar í viðræðunum.

Þetta er meðal þess sem samþykkt var á 32. þingi Sjómannasambandsins sem hófst í gær og lauk í hádeginu í dag.

Í ályktun sinni „vítir [SSÍ] Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi harðlega fyrir að í áraraðir að ekki sé gerður kjarasamningur við sjómenn um þau sjálfsögðu réttindamál sem önnur samtök launafólks hafa þegar samið um. Nú eru liðin tæp 2 ár frá því kjarasamningar sjómanna runnu út. Vegna þvergirðingsháttar útgerðarinnar er ekki útlit fyrir að samningar náist án átaka.“

Valmundur Valmundsson var á þinginu endurkjörinn formaður sambandsins til tveggja ára.

Valmundur Valmundsson var endurkjörinn formaður Sjómannasamband Íslands.
Valmundur Valmundsson var endurkjörinn formaður Sjómannasamband Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Harma sjómenn að ekki hafi verið sýndur vilji til að fallast á kröfu um aukið mótframlag í lífeyrissjóð og vísa til hagnað útgerðarfyrirtækja. „Þingið minnir á að hagnaður útgerðarinnar var 181.000 milljónir króna á síðustu fimm árum eða um 36.000 milljónir króna á ári að meðaltali.“

Þá hafnar SSÍ alfarið hugmyndum um að sjómenn taki þátt í greiðslu veiðigjalda og annars rekstrarkostnaðs. „Veiðigjöldin eru skattur á útgerðina sem stjórnvöld kjósa að leggja á hagnað hennar og er sá skattur stjórnvalda sjómönnum óviðkomandi.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.6.22 452,68 kr/kg
Þorskur, slægður 24.6.22 531,07 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.6.22 613,82 kr/kg
Ýsa, slægð 24.6.22 528,82 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.6.22 242,22 kr/kg
Ufsi, slægður 24.6.22 224,82 kr/kg
Djúpkarfi 22.6.22 177,00 kr/kg
Gullkarfi 24.6.22 252,25 kr/kg
Litli karfi 20.6.22 14,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 16.6.22 258,90 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.6.22 Einar Guðnason ÍS-303 Lína
Þorskur 8.527 kg
Steinbítur 1.628 kg
Langa 492 kg
Hlýri 238 kg
Ýsa 143 kg
Ufsi 95 kg
Skarkoli 85 kg
Gullkarfi 29 kg
Samtals 11.237 kg
25.6.22 Stuttnefja BA-408 Sjóstöng
Þorskur 369 kg
Steinbítur 25 kg
Samtals 394 kg
25.6.22 Álft ÍS-413 Sjóstöng
Þorskur 197 kg
Samtals 197 kg
25.6.22 Lómur ÍS-410 Sjóstöng
Þorskur 309 kg
Samtals 309 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.6.22 452,68 kr/kg
Þorskur, slægður 24.6.22 531,07 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.6.22 613,82 kr/kg
Ýsa, slægð 24.6.22 528,82 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.6.22 242,22 kr/kg
Ufsi, slægður 24.6.22 224,82 kr/kg
Djúpkarfi 22.6.22 177,00 kr/kg
Gullkarfi 24.6.22 252,25 kr/kg
Litli karfi 20.6.22 14,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 16.6.22 258,90 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.6.22 Einar Guðnason ÍS-303 Lína
Þorskur 8.527 kg
Steinbítur 1.628 kg
Langa 492 kg
Hlýri 238 kg
Ýsa 143 kg
Ufsi 95 kg
Skarkoli 85 kg
Gullkarfi 29 kg
Samtals 11.237 kg
25.6.22 Stuttnefja BA-408 Sjóstöng
Þorskur 369 kg
Steinbítur 25 kg
Samtals 394 kg
25.6.22 Álft ÍS-413 Sjóstöng
Þorskur 197 kg
Samtals 197 kg
25.6.22 Lómur ÍS-410 Sjóstöng
Þorskur 309 kg
Samtals 309 kg

Skoða allar landanir »