„Hjálpar okkur að skilja líffræðilegan fjölbreytileika“

„Við sjáum m.a. að skörp skil í umhverfisþáttum á Íslandsmiðum …
„Við sjáum m.a. að skörp skil í umhverfisþáttum á Íslandsmiðum endurspeglast víða í lífríkinu og ólíkar tegundir að finna annars vegar í kalda sjónum norðan við landið og hins vegar í hlýrri sjónum suður af landinu,“ segir Steinunn Ólafsdóttir mbl.is/Eggert Jóhannesson

Árið 2004 var byrjað að kortleggja með skipulögðum hætti lífríkið á sjávarbotni umhverfis Ísland. Ný skýrsla sýnir að Íslandsmið eru rík af áhugaverðum tegundum.

Jafnt og þétt eykst þekking íslenskra vísindamanna á lífríki sjávar og um leið skilningur þeirra á samspili ólíkra tegunda í hafi.

Nýlega gaf Hafrannsóknastofnun út áhugaverða skýrslu sem er þörf viðbót við þennan þekkingarforða en þar er dregin upp nokkuð nákvæm mynd af ástandi viðkvæmra botnvistkerfa innan íslenskrar efnahagslögsögu. Steinunn H. Ólafsdóttir líffræðingur er aðalhöfundur skýrslunnar en ritið var tekið saman að beiðni atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis til að styðja við mótun verklagsreglna um verndun tiltekinna svæða og tegunda. Í skýrslunni er safnað á einn stað helstu gögnum um ástand og dreifingu helstu lífvera sem búa á sjávarbotninum og þess freistað að staðsetja viðkvæm botnvistkerfi m.t.t. nýjustu rannsókna

Steinunn segir þegar hafa verið stigin mikilvæg skref með verndun viðkvæmra kóralsvæða umhverfis Ísland og takmörkunum á veiðum eða veiðibanni á sumum svæðum sem gætu reynst útsett fyrir skemmdum og röskun af völdum veiðarfæra. Vilja stjórnvöld hafa sem gleggsta mynd af lífríkinu og marka vandaða stefnu sem tryggi að veiðar skaði vistkerfi eða raski t.d. hrygningarsvæðum nytjastofna.

Krúttlegur skærblár kolkrabbi og svampar.
Krúttlegur skærblár kolkrabbi og svampar. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun
Dumbsfjöður (sæfjöður) getur orðið þrír metrar á hæð.
Dumbsfjöður (sæfjöður) getur orðið þrír metrar á hæð. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

Loka viðkvæmustu svæðunum

„Fyrir nokkrum árum var lögum breytt og heimildir stjórnvalda víkkaðar til að gera þeim kleift að vernda ekki aðeins einstakar fisktegundir heldur einnig aðra hluta lífríkis sjávar, s.s. búsvæði, og miðaði sú breyting ekki síst að því að hægt yrði að vernda kóralsvæðin,“ útskýrir Steinunn. „Bæði 2005 og 2011 var síðan tekin sú ákvörðun, í kjölfar rannsókna, að loka tilteknum kóralsvæðum fyrir veiðum. Enn er mikilvægum spurningum ósvarað um hvernig hátta skal verndun fleiri viðkvæmra svæða og vistkerfa í hafinu, og hefur það verið hluti af verkefnum Hafrannsóknastofnunar að freista þess að kortleggja vistkerfin í hafinu, bæði til að skilja þau betur og koma auga á hvar verndunar kann að vera þörf.“

Nýja skýrslan mun koma að góðum notum hjá ráðuneytinu við mótun heildrænnar stefnu. Í skýrslunni er lagt sérstaklega til að vernda ákveðin svæði, s.s. hverasvæði við Steinahól á Reykjaneshrygg, neðansjávarfjöll vestur af landinu og hluta af kanti út af Vestfjörðum.

„Um allan heim hefur orðið vitundarvakning hvað snertir mikilvægi kóralrifja fyrir lífríki sjávar en vísindamenn eru líka farnir að skilja betur hin ýmsu viðkvæmu vistkerfi á botni sjávar. Eru það t.d. svampasvæði, og sæfjaðragarðar, sem eru tiltekið afbrigði kóralgarða, og eins heit hverasvæði neðansjávar sem hér við Ísland má t.d. finna fyrir norðan land á Kolbeinseyjarhrygg, og eins á Reykjaneshryggnum suðvestur af landinu,“ segir Steinunn og bætir við að Ísland sé aðili að alþjóðlegum sáttmálum sem leggi ákveðnar skyldur á stjórnvöld um verndun lífríkisins og ábyrgar veiðar og hluti af því að móta vandaða verndarstefnu byggða á góðum rannsóknum.

Tvær tegundir af sæfíflum, í sátt og samlyndi.
Tvær tegundir af sæfíflum, í sátt og samlyndi. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

Fjölbreytt lífríki á sjávarbotni

Þau gögn sem safnað er saman í skýrslu Steinunnar og kollega hennar eru afrakstur kortlagningar lífvera á sjávarbotni sem hófst árið 2004 og stendur enn yfir.

Steinunn segir að þegar litið er yfir niðurstöðurnar í heild komi í ljós áhugaverð mynd: „Að geta kortlagt þessi búsvæði hjálpar okkur að skilja líffræðilegan fjölbreytileika hafsins umhverfis Ísland, og hvernig hann getur verið breytilegur eftir hafsvæðum. Mælingarnar hafa leitt það í ljós að hafið við Ísland er ríkt að áhugaverðum tegundum og fjölbreyttu lífríki. Við sjáum m.a. að skörp skil í umhverfisþáttum á Íslandsmiðum endurspeglast víða í lífríkinu og ólíkar tegundir að finna annars vegar í kalda sjónum norðan við landið og hins vegar í hlýrri sjónum suður af landinu. Þetta er nokkuð sem gaman væri og gagnlegt að geta rannsakað betur og geta vaktað s.s. með tilliti til hvers kyns breytinga.“

Botnlífríkið er fjölbreytt. Hér má sjá svampa af ýmsum gerðum …
Botnlífríkið er fjölbreytt. Hér má sjá svampa af ýmsum gerðum og blómkálskórala. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

Vísindamenn hafa einmitt áhyggjur af að þættir á borð við loftslagsbreytingar og súrnun sjávar geti breytt lífríki hafsins og er ástand botnvistkerfa ein leið til að vakta slíka þróun. Segir Steinunn að fara megi ýmsar leiðir til að efla rannsóknir á botnlífríkinu og standi til að setja upp sérstakar vöktunarstöðvar í þeim tilgangi.

„En undanfarin ár hefur sú breyting líka verið gerð á togararöllum Hafrannsóknastofnunar að mæla ekki aðeins ástand fiskstofna sem koma í ljós við rannsóknarveiðarnar heldur skrá líka vandlega allt hitt sem kemur upp með netunum, og þannig höfum við öðlast æ betra gagnasafn,“ útskýrir hún.

Marflækja á svampi
Marflækja á svampi Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun
Samfélag ólíkra lífvera ofan á svampi.
Samfélag ólíkra lífvera ofan á svampi. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.1.22 331,79 kr/kg
Þorskur, slægður 28.1.22 383,07 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.1.22 357,48 kr/kg
Ýsa, slægð 28.1.22 369,41 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.1.22 209,59 kr/kg
Ufsi, slægður 28.1.22 256,53 kr/kg
Djúpkarfi 23.11.21 206,00 kr/kg
Gullkarfi 28.1.22 327,40 kr/kg
Blálanga, óslægð 26.1.22 328,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.1.22 374,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.1.22 Fjölnir GK-157 Lína
Tindaskata 316 kg
Samtals 316 kg
28.1.22 Venus NS-150 Flotvarpa
Loðna 2.774.471 kg
Samtals 2.774.471 kg
28.1.22 Vésteinn GK-088 Lína
Ýsa 1.087 kg
Þorskur 83 kg
Keila 30 kg
Steinbítur 26 kg
Gullkarfi 20 kg
Samtals 1.246 kg
28.1.22 Auður Vésteins SU-088 Lína
Ýsa 812 kg
Þorskur 270 kg
Keila 122 kg
Steinbítur 63 kg
Gullkarfi 2 kg
Samtals 1.269 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.1.22 331,79 kr/kg
Þorskur, slægður 28.1.22 383,07 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.1.22 357,48 kr/kg
Ýsa, slægð 28.1.22 369,41 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.1.22 209,59 kr/kg
Ufsi, slægður 28.1.22 256,53 kr/kg
Djúpkarfi 23.11.21 206,00 kr/kg
Gullkarfi 28.1.22 327,40 kr/kg
Blálanga, óslægð 26.1.22 328,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.1.22 374,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.1.22 Fjölnir GK-157 Lína
Tindaskata 316 kg
Samtals 316 kg
28.1.22 Venus NS-150 Flotvarpa
Loðna 2.774.471 kg
Samtals 2.774.471 kg
28.1.22 Vésteinn GK-088 Lína
Ýsa 1.087 kg
Þorskur 83 kg
Keila 30 kg
Steinbítur 26 kg
Gullkarfi 20 kg
Samtals 1.246 kg
28.1.22 Auður Vésteins SU-088 Lína
Ýsa 812 kg
Þorskur 270 kg
Keila 122 kg
Steinbítur 63 kg
Gullkarfi 2 kg
Samtals 1.269 kg

Skoða allar landanir »