Bókhaldsbrellur, símastuldur og brottkast

Það gekk á ýmsu í fréttum 200 mílna á mbl.is …
Það gekk á ýmsu í fréttum 200 mílna á mbl.is á síðasta ári. Samsett mynd

Þrátt fyrir að kórónuveirufaraldur hefur sett svip sinn á daglegt líf fólks í fyrra var sá þáttur aðeins minna áberandi á fyrra en árið 2020 ef marka má þær fréttir sem voru mest lesnar á 200 mílur. Ekki verður þó hjá því komist að þetta helsta viðfangsefni þjóðarinnar undanfarin tvö ár setji svip á fréttaflutninginn.

Fréttirnar sem vöktu mesta athygli eru eins fjölbreyttar og þær eru margar og hér fylgja þær tíu sem voru mest lesnar í fyrra.

10. Níu fastir um borð eftir að smit kom upp

Fjölnir GK var kyrrsettur við bryggjuna í Grindavík.
Fjölnir GK var kyrrsettur við bryggjuna í Grindavík. mbl.is/Sigurður Bogi

Bólusetningar voru ekki hafnar í ársbyrjun 2021 og var því enn töluverð dramatík í kringum smit um borð í skipum.

Línubáturinn Fjölnir GK var í janúar í fyrra kyrrsettur við bryggju í Grindavík eftir að einn úr áhöfninni fékk jákvæða svörun úr sýnatöku fyrir Covid-19. Níu skipverjar voru um borð og þar af þrír í einangrun inni í klefum.

Kom síðar í ljós að skipverji virtist hafa rofið sóttkví og mætt til vinnu skömmu eftir að hafa fengið jákvæða niðurstöðu úr sýnatöku, en töluverður léttir var þegar skipverjinn reyndist ekki hafa verið með virkt smit.

9. Héldu jólin í skjóli á íslenskum firði

Herskipið Bretagne vakti athygli.
Herskipið Bretagne vakti athygli. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Það vakti töluverða athygli að franska herskipið Bretagne leitaði skjóls á Pollinum inni á Eyjafirði og eyddi þar jólunum.

Stuttu áður höfðu verið áhafnaskipti í Reykjavík.

8. Bókhald byggt á skáldskap

Rækjuverksmiðjan Kampi á Ísafirði.
Rækjuverksmiðjan Kampi á Ísafirði.

Rækjuverksmiðjan Kampi á Ísafirði þurfti að biðja um greiðslustöðvun eftir að upp komst að fjárhagsstaða fyrirtækisins var mun verri en áður var haldið.

Síðar var starfsmanni sem ábyrgur var fyrir bókhaldi fyrirtækisins sagt upp og athæfi hans kærð til lögrelgu.

7. Skipstjóri skaust með sýnin í bæinn

Patrekur BA sem Oddi hf á Patreksfirðri gerir út.
Patrekur BA sem Oddi hf á Patreksfirðri gerir út. mbl.is/Sigurður Bogi

Ekkert var að gera í fiskvinnslu Odda hf. Á Patreksfirði eftir að þrír skipverjar á Patreki og tíu starfsmenn í vinnslunni greindust smitaðir af kórónuveirunni.

Sýni sem höfðu verið tekin um morguninn 27. nóvember áttu að fara með flugi í bæinn í hádeginu en þegar fluginu var aflýst bauð einn skipstjórinn sig fram til að bruna í bæinn með sýnin í skottinu til þess að freista þess að fá niðurstöðurnar í tæka tíð fyrir byrjun vinnuvikunnar.

6. „Ljóst er að málningarvinnan fór úrskeiðis“

Það var hátíðlegt í rigningunni á Siglufirði þegar varðskipið Freyja …
Það var hátíðlegt í rigningunni á Siglufirði þegar varðskipið Freyja kom til landsins, en vel sást að eitthvað avar ekki eins og átti að vera. mbl.is/Árni Sæberg

Það var heldur vandræðalegt er nýtt varðskip kom til hafnar á Siglufirði við hátíðlega athöfn og sást bersýnilega að málningin var farin að flagna af skipinu.

„Seljandi Freyju bar ábyrgð á að mála skipið með sama málningarkerfi og notað er á öðrum skipum Landhelgisgæslunnar. Ljóst er að málningarvinnan fór úrskeiðis í Rotterdam og við munum fá útskýringar sérfræðinga á því,“ sagði Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í svari við fyrirspurn 200 mílna.

5. Nafn mannsins sem lést í Vopnafirði

mbl.is

Lögregla bar kennsl á líkamsleifar sem fundust í Vopnafirði 1. apríl. Kom í ljós að þær voru af skipverja sem féll fyrir borð af fiskiskipinu Erling KE-140 18. maí 2020.

Maðurinn sem lést hét Axel Jósefsson Zarioh og var fæddur árið 2001.

4. „Ég átti 20 mínútur eftir ólifaðar“

Björg­vin Hreins­son á Vopnafirði var ánægður að vera á lífi …
Björg­vin Hreins­son á Vopnafirði var ánægður að vera á lífi eft­ir slys. Ljósmynd/Jón Sigurðarson

Björgvin Hreinsson, 57 ára trillusjómaður á Vopnafirði, sagði frá því þegar hann í hlutverki hafnarsögumanns lenti í því óláni að fótur hans varð á milli skipana Hoffells og og björgunarskipsins Sveinbjarnar Sveinbjarnarsonar.

„Það virtist allt vera eðlilegt en svo þegar ég er að stíga um borð í björgunarskipið kemur eitthvert ólag á það og ég bara náði ekki að forða mér,“ sagði Björgvin um atvikið.

3. Skipverjar veikir og fara í sóttkví

Þór tók Þórs­nesið í tog.
Þór tók Þórs­nesið í tog. Ljós­mynd/​Land­helg­is­gæsl­an

Í lok mars rataði í fréttir 200 mílna að Þórsnesið væri á leið til hafnar í togi varðskipsins Þórs og ekki nóg með það, þá þurfti áhöfnin öll að fara í sóttkví við komuna í land þar sem átta sjómenn um borð voru orðnir veikir.

2. Síma Páls stolið á meðan hann lá í öndunarvél

Páll Steingrímsson hefur birt greinar þar sem hann ver málstað …
Páll Steingrímsson hefur birt greinar þar sem hann ver málstað Samherja. Samsett mynd

Síma Páls Steingrímssonar, sem kenndur hefur verið við „skæruliðadeild Samherja“, var stolið af honum á meðan hann lá á milli heims og helju á sjúkrahúsi.

Var sagt frá stuldinum í kjölfar þess að Stundin og Kjarninn birtu og fjölluðu um samskipti „skæruliðadeildarinnar“.

1. Segir Íslendinga lifa í blekkingu um brottkast

Arthur Bogason, formaður landssambands smábátaeigenda, sagði víða pott brotinn í …
Arthur Bogason, formaður landssambands smábátaeigenda, sagði víða pott brotinn í brottkastsmálum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arthúr Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, fullyrti í aðsendri grein í Bændablaðinu að brottkast væri mun umfangsmeira en Íslendingar gerðu sér grein fyrir. Vakti greinin töluverða athygli og óneitanlega umfjöllun um hana líka.

„Sjálfur var ég á togurum Útgerðarfélags Akureyrar til margra ára og það var ekkert smotterí sem fór út um lensportin. Sá „afli“ fór, eftir því sem ég best veit, ekki í skipsbækurnar. Það kann þó að vera verðugt rannsóknarefni hvort í þeim leynast upplýsingar í þessum efnum,“ skrifaði hann.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.1.22 331,79 kr/kg
Þorskur, slægður 28.1.22 383,07 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.1.22 357,48 kr/kg
Ýsa, slægð 28.1.22 369,41 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.1.22 209,59 kr/kg
Ufsi, slægður 28.1.22 256,53 kr/kg
Djúpkarfi 23.11.21 206,00 kr/kg
Gullkarfi 28.1.22 327,40 kr/kg
Blálanga, óslægð 26.1.22 328,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.1.22 374,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.1.22 Fjölnir GK-157 Lína
Tindaskata 316 kg
Samtals 316 kg
28.1.22 Venus NS-150 Flotvarpa
Loðna 2.774.471 kg
Samtals 2.774.471 kg
28.1.22 Vésteinn GK-088 Lína
Ýsa 1.087 kg
Þorskur 83 kg
Keila 30 kg
Steinbítur 26 kg
Gullkarfi 20 kg
Samtals 1.246 kg
28.1.22 Auður Vésteins SU-088 Lína
Ýsa 812 kg
Þorskur 270 kg
Keila 122 kg
Steinbítur 63 kg
Gullkarfi 2 kg
Samtals 1.269 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.1.22 331,79 kr/kg
Þorskur, slægður 28.1.22 383,07 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.1.22 357,48 kr/kg
Ýsa, slægð 28.1.22 369,41 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.1.22 209,59 kr/kg
Ufsi, slægður 28.1.22 256,53 kr/kg
Djúpkarfi 23.11.21 206,00 kr/kg
Gullkarfi 28.1.22 327,40 kr/kg
Blálanga, óslægð 26.1.22 328,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.1.22 374,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.1.22 Fjölnir GK-157 Lína
Tindaskata 316 kg
Samtals 316 kg
28.1.22 Venus NS-150 Flotvarpa
Loðna 2.774.471 kg
Samtals 2.774.471 kg
28.1.22 Vésteinn GK-088 Lína
Ýsa 1.087 kg
Þorskur 83 kg
Keila 30 kg
Steinbítur 26 kg
Gullkarfi 20 kg
Samtals 1.246 kg
28.1.22 Auður Vésteins SU-088 Lína
Ýsa 812 kg
Þorskur 270 kg
Keila 122 kg
Steinbítur 63 kg
Gullkarfi 2 kg
Samtals 1.269 kg

Skoða allar landanir »