Stöðugt streymi loðnuskipa til og frá landi

Hoffell kom til hafnar á Fáskrúðsfirði á laugardag með 1.600 …
Hoffell kom til hafnar á Fáskrúðsfirði á laugardag með 1.600 tonn af loðnu. Skipið er eitt fjölmargar sem eru á stöðugri ferð milli miðanna og bryggju. mbl.is/Albert Kemp

Fjöldi skipa hafa landað loðnu víða og er vinnsla afurðanna í fullum gangi vítt og breitt um landið. Eins og sagt var frá í gær hafa verið ríflega fimmtán skip á miðunum og er tíður straumur skipa að landi með afla og aftur á miðin.

Barði NK, sem landaði á Akranesi á laugardag, er mættur á miðin norðaustur af landinu á ný og á það einnig við um Hoffell SU sem landaði á Fáskrúðsfirði um helgina.

Grænlenska skipið Polar Amaroq landaði á laugardag í Vestmannaeyjum á laugardag og sama dag hélt Polar Ammasak til Færeyja með fullfermi. Polar Ammasak er nú á leið aftur á miðin frá Færeyjum en Polar Amaroq er búið að koma við á miðunum og er komið til hafnar á Seyðisfirði.

Börkur NK kom til Neskaupstaðar á sunnudag með 2.655 tonn og fór hluti af þeim afla til manneldisvinnslu og er hann nú á fullu stími í átt að miðunum.

Gekk vel að landa í Noregi

Þá sigldi Beitir NK alla leið til Vedde skammt frá Álasundi í Noregi með 3.061 tonn um helgina og er skipið nú á leið aftur á Íslandsmið. Haft er eftir Herberti Jónssyni, stýrimanni á Beiti, í færslu á vef Síldarvinnslunnar að vel hafi gengið að landa og að skipið geti líklega hafið veiðar á ný á morgun.

Í færslunni segir einnig að fjögur norsk loðnuskip séu komin á miðin norðaustur af landinu „en hafa lítið fengið enn sem komið er. Norsku skipin veiða í nót og hefur loðnan staðið of djúpt til að unnt sé að ná henni í nótina.“ Norðmenn eru með heimild til að veiða um 145 þúsund tonn af loðnu á Íslandsmiðum á yfirstandandi vertíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Hópsnes GK 77 Línutrekt
Þorskur 156 kg
Ýsa 96 kg
Hlýri 57 kg
Steinbítur 23 kg
Keila 10 kg
Samtals 342 kg
18.9.24 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.401 kg
Ýsa 2.351 kg
Steinbítur 13 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 6.768 kg
18.9.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 461 kg
Ýsa 181 kg
Steinbítur 37 kg
Hlýri 29 kg
Keila 8 kg
Samtals 716 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Hópsnes GK 77 Línutrekt
Þorskur 156 kg
Ýsa 96 kg
Hlýri 57 kg
Steinbítur 23 kg
Keila 10 kg
Samtals 342 kg
18.9.24 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.401 kg
Ýsa 2.351 kg
Steinbítur 13 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 6.768 kg
18.9.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 461 kg
Ýsa 181 kg
Steinbítur 37 kg
Hlýri 29 kg
Keila 8 kg
Samtals 716 kg

Skoða allar landanir »