Laxalús innan marka þrátt fyrir fjölgun

Fjöldi laxalúsa í sjókvíum í Dýrafirði fjölgaði ört síðasta haust …
Fjöldi laxalúsa í sjókvíum í Dýrafirði fjölgaði ört síðasta haust en var vel innan hættumark a og er ekkert af lús þar nú samkvæmt upplýsingum frá MAtvælastofnun. Ljósmynd/Ágúst Atlason

Laxalús tók að fjölga ört í sjókvíum á Vestfjörðum síðasta haust, nánar tiltekið í Patreksfirði, Arnarfirði og í Dýrafirði. Fiskisjúkdómanefnd samþykkti að fiskeldisfyrirtækin myndu meðhöndla fiskinn með lyfjagjöf í fóðri. Fyrst í Patreksfirði 21. september, í Arnarfirði 6. október og í Dýrafirði 19. október.

Náttúruleg og eðlileg skýring er sögð á fjölguninni og er fjöldi laxalúsa talinn vel innan áhættumarka.

„Að vori ár hvert finnast ávallt nokkrar laxalýs sem náð hafa að lifa af vetrarkuldann (náttúran sér um sig, ekki ólíkt og lúsin á trjánum í garðinum heima). Það tekur þó vissan tíma fyrir þessa „aðframkomnu foreldra“ að fjölga sér, en hægt og bítandi nær lúsin að ná fram nýrri kynslóð (sú fyrri kemur fram í cirka lok júlí/ágúst og seinni kynslóð seint að hausti í lok okt./nóv). það er svo í byrjun vetrar (okt./nóv.) sem fjöldi lúsa nær hámarki,“ skrifar Gísli Jónsson, sérgreinadýralæknir fisksjúkdóma, í svari við fyrirspurn blaðamanns.

Laxalús lifir á húðfrumum, slími og blóði fisksins.
Laxalús lifir á húðfrumum, slími og blóði fisksins. Ljósmynd/surna.no

Sjaldan lús á Austfjörðum

„Sumarið 2021 var mjög hagstætt á heildina litið með tilliti til laxalúsar. Það sást nánast engin lús lengi vel, en aðeins lét hún þó á sér kræla og það einmitt í Dýrafirði. Einu lyfjameðhöndlanirnar gegn laxalús sem fengu heimild og voru framkvæmdar á liðnu ári áttu sér stað í Dýrafirði í nóvember. Síðan þá er laxalús hverfandi og engar talningar eru framkvæmdar í sjó eftir að hitastig sjávar er komið undir 4°C – enda enga lús að telja.

Á Austfjörðum ríkja allt aðrar umhverfisaðstæður. Sú litla tunga sem teygir sig með golfstraumnum vestur fyrir, áfram norður fyrir og síðan alveg austur fyrir land er orðin afar máttlítil þegar að Austfjörðum er komið. Sumarhiti í sjó fer vart yfir 7-8°C og þessar aðstæður eru bara með því móti að laxalús nær sér ekki á strik (hún er algjörlega háð vissu sjávarhitastigi til að geta fjölgað sér að einhverju ráði). Til samanburðar fer hitastig sjávar fyrir vestan í 12-13°C yfir sumarmánuðina. Þessi munur er afskaplega mikill,“ útskýrir hann.

Hlýr sjór fylgir Golfstraumnum.
Hlýr sjór fylgir Golfstraumnum. Kort/mbl.is

Hafstraumar hafa veruleg áhrif á hitastig sjávar og því einnig lífsskilyrði laxalúsarinnar. Hlýr sjór streymir frá suðvestri inn á Norður-Atlantshaf. Megingreinin fer norður með Noregi og upp til Barentshafs, en smágrein fer vestur og norður á milli Íslands og Grænlands. Golfstraumurinn klofnar við Færeyjahrygg. Á þessu svæði, á skilum kaldra og hlýrra strauma, eru talin hagstæð skilyrði fyrir laxalúsina í náttúrulegu umhverfi.

Nánast engin í dag

Fjölgun lúsa var hins vegar nokkuð mikil í Dýrafirði, þar sem hún mældist í mesta magni, í samanburði við fyrri tölur sem finna má í mælaborði fiskeldis. Þar kemur fram að á tímabilinu maí 2020 til september 2021 hafði hæsta meðaltal kvenlúsa á fiski mælst 0,36 en í nóvember í fyrra var þessi tala 1,16 í firðinum.

Gísli segir fjölgunina í Dýrafirði ekki hafa verið sérstakt áhyggjuefni. „Þessi fjöldi sem þarna var á ferðinni er í raun undir öllum viðmiðum sem gætu farið að valda einhverjum alvöruáhyggjum. Ávallt ber þó að fylgjast með þróun mála. [...] Í þessu tilfelli gripið til lyfjameðhöndlunar og þar með er nánast enga lús að finna í Dýrafirði í dag.“

Hver eru áhættumörk í meðalfjölda kvenlúsa á fiski?

„Erfitt er að gefa einhlítt svar, það fer algjörlega eftir árstíma, hitafari, stærð fiska og svo framvegis. Flest lönd miða við cirka 1,5 til 3 fullorðnar laxalýs per fisk. Norðmenn eru með lægri viðmið, enda allt aðrar aðstæður þar á svo margan hátt. Það þarf mikinn fjölda laxalúsa per fisk áður en þær fara að valda skaða,“ útskýrir Gísli.

Tíðni kvenlúsa á hverjum fiski á Vestfjörðum á tímabilinu janúar …
Tíðni kvenlúsa á hverjum fiski á Vestfjörðum á tímabilinu janúar 2020 til nóvember 2021. Skjáskot/MAST

Skynsamlegt að lágmarka stofninn

„Við verðum að átta okkur á því að villtir laxar sem eru á leið heim frá vetrarbeitistöðvum í hafi á vorin og sumrin bera iðulega á sér um 30-40 kynþroska laxalýs án þess að nokkur skaði sé á ferð.

Auðvitað eru aðstæður allt aðrar í sjókvíum þar sem mikið er af laxi á sama stað. Þess vegna ber að vakta lúsina og þróun hennar. Ástæðan fyrir því að meðhöndlun var heimiluð í Dýrafirði í nóvember var að við töldum skynsamlegt að lágmarka „lúsastofninn“ í firðinum áður en við sigldum inn í veturinn – sem aftur skilar sér í afar fáum eintökum af lús sem nær að lifa af veturinn næsta vor.“

Laxalúsin er ekki stór en mikill fjöldi hennar getur haft …
Laxalúsin er ekki stór en mikill fjöldi hennar getur haft skaðleg áhrif. Ljósmynd/Thomas Bjørkan
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.5.22 345,47 kr/kg
Þorskur, slægður 27.5.22 448,77 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.5.22 489,96 kr/kg
Ýsa, slægð 27.5.22 479,22 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.5.22 103,71 kr/kg
Ufsi, slægður 27.5.22 223,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.5.22 152,00 kr/kg
Gullkarfi 27.5.22 311,95 kr/kg
Litli karfi 26.5.22 13,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.4.22 48,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.5.22 Einar Guðnason ÍS-303 Lína
Þorskur 12.049 kg
Ýsa 1.241 kg
Langa 1.063 kg
Hlýri 907 kg
Steinbítur 705 kg
Keila 427 kg
Gullkarfi 107 kg
Ufsi 75 kg
Skarkoli 51 kg
Samtals 16.625 kg
28.5.22 Garri BA-090 Handfæri
Ufsi 439 kg
Samtals 439 kg
28.5.22 Magnús HU-023 Grásleppunet
Grásleppa 3.962 kg
Samtals 3.962 kg
28.5.22 Esjar SH-075 Dragnót
Skarkoli 7.719 kg
Þorskur 2.448 kg
Steinbítur 1.397 kg
Ýsa 140 kg
Þykkvalúra sólkoli 73 kg
Grásleppa 26 kg
Samtals 11.803 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.5.22 345,47 kr/kg
Þorskur, slægður 27.5.22 448,77 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.5.22 489,96 kr/kg
Ýsa, slægð 27.5.22 479,22 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.5.22 103,71 kr/kg
Ufsi, slægður 27.5.22 223,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.5.22 152,00 kr/kg
Gullkarfi 27.5.22 311,95 kr/kg
Litli karfi 26.5.22 13,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.4.22 48,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.5.22 Einar Guðnason ÍS-303 Lína
Þorskur 12.049 kg
Ýsa 1.241 kg
Langa 1.063 kg
Hlýri 907 kg
Steinbítur 705 kg
Keila 427 kg
Gullkarfi 107 kg
Ufsi 75 kg
Skarkoli 51 kg
Samtals 16.625 kg
28.5.22 Garri BA-090 Handfæri
Ufsi 439 kg
Samtals 439 kg
28.5.22 Magnús HU-023 Grásleppunet
Grásleppa 3.962 kg
Samtals 3.962 kg
28.5.22 Esjar SH-075 Dragnót
Skarkoli 7.719 kg
Þorskur 2.448 kg
Steinbítur 1.397 kg
Ýsa 140 kg
Þykkvalúra sólkoli 73 kg
Grásleppa 26 kg
Samtals 11.803 kg

Skoða allar landanir »