Samherji opnar dyrnar á Dalvík

Almenningi er boðið að skoða frystihús Samherja á Dalvík. Þar …
Almenningi er boðið að skoða frystihús Samherja á Dalvík. Þar er ein tæknivæddasta landvinnsla á heimsvísu. mbl.is/Gunnlaugur

Samherji hefur ákveðið í tilefni sumardagsins fyrsta að opna frystihús sitt á Dalvík fyrir almenningi á morgun. Kostnaðurinn við 9.000 fermetra frystihúsið nam rúma sex milljarða króna og var kostnaðurinn við tækjabúnaðinn um helmingur þessarar upphæðar, en framleiðslan er að miklu leiti sjálfvirknivædd og telst meðal tæknivæddustu vinnslulína í heimi.

Síðast fékk almenningur að skoða frystihúsið fiskidaginn mikla 2019 en þá var það óklárað. Húsnæðið var tekið í notkun 13. ágúst 2020 og hafði verið fjögur ár í smíðum, en ekki var hægt að sýna húsið vegna fjöldatakmarkanna sem fylgdu covid-19 faraldrinum. Breyting hefur sem betur fer orðið í þeim efnum og verður opið hús milli níu að morgni til eitt síðdegis á morgun.

Eitt af því merkilega sem hægt er að sjá í frystihúsinu er róbótinn Villi Hlaup, nefndur í höfuðið á starfsmanni Samherja um árabil sem hafði sérstakan áhuga á frjálsum íþróttum. Þá má einnig sjá fullkomnar vinnslulínur og gjörbreytta vinnuaðstöðu starfsmanna.

Nýja frystihúsið er ekki það eina sem almenningur fékk að skoða en 9. apríl var opnað fyrir almenning að stíga um borð í nýtt uppsjávarskip Samherja, Vilhelm Þorsteinsson EA-11, og mættu um þúsund manns.

Það er upplifun að sjá Villa Hlaup með eigin augum.
Það er upplifun að sjá Villa Hlaup með eigin augum. mbl.is/Gunnlaugur

„Sjá barn fæðast“

„Þetta er eins og að sjá barn fæðast og byrja að ganga,“ sagði Gestur Geirsson, framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja, og hló þegar Morgunblaðið ræddi við hann um gangsetningu vinnslunnar 2020. Spurður hvort þetta hafi verið erfið meðganga svaraði hann að hún hafi ekki endilega verið erfið en löng. „Þetta var ákveðinn léttir þegar maður sá þetta fara í gang og þetta snerist. Maður fékk að sjá hugmyndir sem voru á blaði verða að raunveruleika. Maður var alveg svolítið stressaður.“

Hann sagði einnig stóran hlut í hönnun hússins vera að bæta vinnuumhverfi starfsmanna. „Það var verið að fara úr 70 ára gömlu húsi á fleiri hæðum og ákveðið að leggja mikið upp úr því að gera aðbúnað starfsfólksins eins og best verður á kosið. Betri en þekkist víðast hvar annars staðar í matvælavinnslu í heiminum.“

Fundnar voru ýmsar frumlegar lausnir til að bæta afköst, nákvæmni og hagkvæmni. Mikill sveigjanleiki er í vinnslulínunum sem geta framleitt gríðarlegt magn eftir nákvæmum pöntunum.

Þá stóð til að nota sjó til að taka við umfram varma sem skapast í frystihúsinu, en í byggingarferlinu var fundin leið til að nýta bæjarlækinn. Gríðarleg endurnýtingarkrafa er sett á varma frá frystikerfinu og hann er nýttur til upphitunar á öllum öðrum rýmum hússins, en það er alltaf ákveðið hlutfall sem þarf að kasta út.

Eldra húsið til sölu

Gamla frystihús Samherja við Hafnarbraut á Dalvík var sett á sölu í vetur en ekki er ásett verð. Um er að ræða 5.266 fermetra húsnæði á 10.139 fermetra lóð og nemur fasteignamatið rúmlega 475 milljónum króna og brunabótamatið um 1.600 milljónum.

Húsnæðið á sér langa sögu og er skráð byggingarár karageymslunnar 1948 og frytsihússins 1949. Vélarsalurinn var byggður 1971 og skrifstofurnar 1972, en pökkunarstöðin er yngstu hlutinn og var reistur 1999.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 392,71 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 306,71 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 199,48 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 77,57 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 109,66 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 153,07 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Manni ÞH 88 Grásleppunet
Grásleppa 885 kg
Skarkoli 158 kg
Þorskur 49 kg
Samtals 1.092 kg
26.4.24 Sigrún GK 97 Grásleppunet
Grásleppa 1.491 kg
Þorskur 132 kg
Rauðmagi 13 kg
Samtals 1.636 kg
26.4.24 Magnús Jón ÓF 14 Grásleppunet
Grásleppa 1.223 kg
Þorskur 215 kg
Ufsi 51 kg
Ýsa 38 kg
Samtals 1.527 kg
26.4.24 Lundey SK 3 Grásleppunet
Grásleppa 680 kg
Þorskur 161 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 856 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 392,71 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 306,71 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 199,48 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 77,57 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 109,66 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 153,07 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Manni ÞH 88 Grásleppunet
Grásleppa 885 kg
Skarkoli 158 kg
Þorskur 49 kg
Samtals 1.092 kg
26.4.24 Sigrún GK 97 Grásleppunet
Grásleppa 1.491 kg
Þorskur 132 kg
Rauðmagi 13 kg
Samtals 1.636 kg
26.4.24 Magnús Jón ÓF 14 Grásleppunet
Grásleppa 1.223 kg
Þorskur 215 kg
Ufsi 51 kg
Ýsa 38 kg
Samtals 1.527 kg
26.4.24 Lundey SK 3 Grásleppunet
Grásleppa 680 kg
Þorskur 161 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 856 kg

Skoða allar landanir »