83 grásleppubátar hafa lokið veiðum

Grásleppu landað á Húsavík 12. apríl. Þeir sem hófu veiðar …
Grásleppu landað á Húsavík 12. apríl. Þeir sem hófu veiðar snemma hafa lokið sinni veiði enda er hverjum bát aðeins veitt heimild til veiða í 25 daga. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Einn og hálfur mánuður er liðinn af gráslepputímabilinu, að einu veiðisvæði undanskildu, og hefur á þessum tíma tekist að landa rúmlega 2.618 tonnum samkvæmt tölum Fiskistofu. Ráðlagður hámarksafli veiðanna er 6.972 tonn og hafa grásleppubátarnir náð 37,5% af þeim afla.

Á Faxaflóa, Vestfjörðum, Húnaflóa, Norðurlandi, Austurlandi og Suðurlandi er veiðitímabilið í ár frá og með 20. mars til og með 30. júní. Gert er ráð fyrir að veiðar verði stöðvaðar á þessum svæðum ef afli fer yfir 78% af ráðlögðum hámarksafla og er það í verkahring Fiskistofu að fylgjast með veiðum og grípa til viðeigandi aðgerða. Alls eru 22% af aflanum ætluð Breiðafirði en þar hefst veiðitímabilið ekki fyrr en 20. maí og stendur til og með 12. ágúst.

Fjórðungi fleiri á rúmri viku

Mun betra verð hefur fengist á vertíðinni en búist var við, bæði á mörkuðum og hjá stærri kaupendum. Fréttir af hagstæðu verði virðast hafa hvatt margan grásleppusjómanninn af stað og hefur aðsókn í veiðarnar aukist nokkuð en í byrjun síðustu viku höfðu 105 bátar landað grásleppu, en þeim hefur fjölgað um tæpan fjórðung og var þetta orðinn 131 bátur 3. maí. Veður hefur einnig þótt henta vel til veiða og var meðafli á bát fyrir tíu dögum 14,8 tonn en var 3. maí orðinn rétt tæp 20 tonn þrátt fyrir töluverða fjölgun báta.

Mynd/mbl.is

Töluverður fjöldi báta, eða 83, hefur lokið veiðum en veiðidögum var fækkað í 25 úr 35 á grásleppuvertíðinni í fyrra. 61 bátur var 3. maí með virk leyfi og er það nokkur fjölgun frá byrjun síðustu viku þegar þeir voru 53.

Enginn bátur hefur enn náð 50 tonnum enn sem komið er, en aflamesti báturinn það sem af er grásleppuvertíð er Hlökk ST-66 með 48,7 tonn. Næst á eftir er Norðurljós NS-40 með 46,5 tonn og síðan Elín ÞH-82 með 44,4 tonn.

Töluvert hefur verið fjallað um brottkast á vertíðinni en ekki er ljóst hver niðurstaða þeirra mála verður, en fjöldi grásleppusjómanna hefur dregið í efa lögmæti drónaeftirlits Fiskistofu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,40 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,25 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 109,92 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 163,01 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,40 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,25 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 109,92 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 163,01 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »