Flutningaskipið Vera D, sem skráð er í Portúgal og Eimskip er með í leigu, sigldi á Kleppsbakka á sunnudag þegar það kom til Reykjavíkur eftir siglingu frá Waalhaven í Hollandi. Þetta staðfestir Eimskip í svari við fyrirspurn 200 mílna.
Þar segir að Vera D hafi verið á mjög lítilli ferð og að skemmdirnar séu ekki miklar. „Það eru einhverjar skemmdir á bakkanum en minniháttar skemmdir á skipinu sem trufla ekki siglingar þess og það er á áætlun. Tildrög atviksins eru enn óljós en unnið er að skoðun málsins.“
Vera D er nú statt við bryggju á Grundartanga.