Aldrei fleiri útskrifast úr Fisktækniskólanum

Aldrei hafa jafn margir nemendur útskrifast úr Fisktækniskólanum.
Aldrei hafa jafn margir nemendur útskrifast úr Fisktækniskólanum. Ljósmynd/Fisktækniskólinn

Alls hafa 53 nemendur útskrifast úr Fisktækniskólanum á vorönn, síðasti hópurinn við hátíðlega athöfn í Gjánni í Grindavík á miðvikudag. Um er að ræða fjölmennasta nemendahóp sem útskrifast hefur í sögu Fisktækniskóla Íslands, að því er fram kemur í tilkynningu á vef hans.

Fyrr í mánuðinum voru sjö nemendur útskrifaðir sem vinnslutæknar við athöfn í höfuðstöðvum Marel í Garðabæ en þar áður höfðu níu nemendur í fiskeldistækni verið útskrifaðir á Bíldudal. Meðal útskrifaðra nemenda eru einnig fimm sem útskrifuðust úr veiðarfæratækni, sem áður hét netagerð.

Alls stunduðu 150 nemendur nám á fimm brautum við skólann síðastliðinn vetur, en fastir starfsmenn voru 11 auk fjölda verktaka sem sinntu stundakennslu. Kennt var á alls fimm stöðum á landinu auk Grindavíkur, en skólinn hefur frá stofnun haft það að markmiði að námsbrautir skólans séu í boði sem víðast – og þá í samstarfi við fræðsluaðila, stofnanir og fyrirtæki sem sérhæfa sig í veiðum, vinnslu og fiskeldi á hverjum stað, að því er segir í tilkynningunni.

Ólafur Jón Arnbjörnsson, skólameistari Fisktækniskólans, afhendir nemenda viðurkenningu.
Ólafur Jón Arnbjörnsson, skólameistari Fisktækniskólans, afhendir nemenda viðurkenningu. Ljósmynd/Fisktækniskólinn

Fjölbreyttar námsleiðir

Fisktækniskólinn býður upp á fleiri námsleiðir og má nefna tveggja ára fisktækninám sem er byggt upp sem önnur hver önn í skóla og hin í vinnustaðanámi. Þá er leitast við að bjóða nemendum upp á val um vinnustað með hliðsjón af áhugasviði hvers og eins t.d. sjómennsku, fiskvinnslu eða fiskeldi, að því er fram kemur á vef skólans.

Í framhaldinu býður skólinn fjórar námsleiðir. „Fyrst má nefna Fiskeldistækni en fiskeldi er í miklum vexti, hvort sem er á landi eða í sjókvíum og því mikilvægt að vera með vel menntað fólk til að starfa í greininni. Gæðastjórnun er önnur af framhaldsbrautunum, það er braut sem hentar fólki sem þegar starfar í eða stefnir á starf við gæðaeftirlit í fiskvinnslu eða annarri matvælavinnslu.“

„Vinnslutækni er þriðja framhaldsbrautin, það nám er ætlað þeim sem vilja sérhæfa sig í hátæknibúnaðinum sem notaður er í fisk- og matvælavinnslu. Vinnslutæknir sinnir stillingum á hugbúnaði og vélbúnaði og hefur umsjón með því að taka út öll helstu gögn úr hugbúnaði til að geta unnið einfaldari útreikninga fyrir skýrslugerð og upplýsingagjöf t.d. varðandi gæði, nýtingu og afköst í matvælavinnslu.“

Þá er einnig stutt við haftengda nýsköpun undir merkjum Sjávarakademíunnar sem frumkvöðla á sviði haftengdrar nýsköpunar og hentar fólki sem hyggst stofna fyrirtæki innan bláa hagkerfisins eða er með viðskiptahugmynd sem það vill þróa. Sjávarakademían hefur verið samstarfsverkefni Fisktækniskólans og Sjávarklasans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 559,44 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 331,72 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 216,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 220,69 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 233,55 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 194,27 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 559,44 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 331,72 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 216,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 220,69 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 233,55 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 194,27 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »