Hugur kominn í menn vegna hvalvertíðar

„Það gustaði oft af mér á yngri árum – var …
„Það gustaði oft af mér á yngri árum – var svolítið virkur! Þess vegna tók ég nafnið upp. Það var ekki orðið eins algengt þá og það er nú.“ mbl.is/Hákon Pálsson

Hugur er kominn í starfsmenn Hvals hf. vegna komandi hvalvertíðar, að sögn Jóns Storms Benjamínssonar. Ljósmyndari Morgunblaðsins hitti hann nýlega við starfsstöð fyrirtækisins í Hafnarfirði og smellti af honum mynd.

„Ég vinn hér í Hafnarfirði á milli vertíða og geri flest sem til fellur,“ sagði Jón. Þeir sem vinna hjá Hval hf. í Hafnarfirði verka meðal annars súra hvalinn sem landsmenn þekkja vel og er löngu orðinn ómissandi á þorrahlaðborðum. Þeir sjóða hvalrengið og súrsa í mysu eftir kúnstarinnar reglum. Hjá Hval í Hafnarfirði starfar fastur kjarni allt árið og svo fjölgar starfsmönnum verulega þegar vertíðin byrjar. Jón fór fyrst á hvalvertíð árið 2015.

„Mér líkaði vel og ílengdist hér. Áður vann ég í vélsmiðju og þar áður í Norðuráli á Grundartanga í ellefu ár,“ sagði Jón. Hann er búsettur á Akranesi og sækir vinnu þaðan. Jón reiknaði með að færa sig yfir í hvalstöðina í Hvalfirði eftir næstu helgi til að undirbúa komandi vertíð. Þar þarf að prufukeyra tækin og passa að allt sé í lagi í vertíðarbyrjun. Það verður því aðeins styttra í vinnuna fyrir Jón þegar vertíðin hefst. Unnið er í dagvinnu í Hafnarfirði en á átta tíma vöktum í hvalstöðinni. Jón reiknar með að dvelja meira og minna í hvalstöðinni í sumar. Þar er vel búið að starfsmönnum og Jón fær þar herbergi og fullt fæði.

Toppviðhald á búnaðinum

„Það eru svaka miklar græjur í hvalstöðinni. Búnaðurinn er ekki alveg nýr en allt í toppviðhaldi. Manni er farið að þykja vænt um þetta,“ sagði Jón. Hann sá um frystivélarnar og ísframleiðsluna á síðustu vertíð. Jón sagði að hvalkjötið færi beint í frost en spikið er strax kælt með ís og flutt til Hafnarfjarðar þar sem það er fryst.

Í sumar vinnur Jón í mjölbræðslu hvalstöðvarinnarog verður „þurrkarakarl“. Mikill hiti er í kringum þurrkarann, eðli málsins samkvæmt. „Mér verður ekki kalt í sumar, það er óhætt að segja það,“ sagði Jón.

Jón tók upp millinafnið Stormur þegar það var leyft. „Það gustaði oft af mér á yngri árum – var svolítið virkur! Þess vegna tók ég nafnið upp. Það var ekki orðið eins algengt þá og það er nú.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.6.23 377,45 kr/kg
Þorskur, slægður 2.6.23 495,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.6.23 255,33 kr/kg
Ýsa, slægð 2.6.23 351,85 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.6.23 242,70 kr/kg
Ufsi, slægður 2.6.23 293,65 kr/kg
Djúpkarfi 31.5.23 227,00 kr/kg
Gullkarfi 2.6.23 255,00 kr/kg
Litli karfi 15.5.23 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.6.23 308,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.6.23 Hrói SH-040 Grásleppunet
Grásleppa 3.370 kg
Samtals 3.370 kg
3.6.23 Gullbrandur NS-031 Grásleppunet
Grásleppa 1.063 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 1.069 kg
3.6.23 Anna Karín SH-316 Grásleppunet
Grásleppa 1.218 kg
Samtals 1.218 kg
3.6.23 Reginn ÁR-228 Þorskfisknet
Langa 1.945 kg
Þorskur 398 kg
Samtals 2.343 kg
3.6.23 Stuttnefja BA-408 Sjóstöng
Steinbítur 328 kg
Þorskur 134 kg
Samtals 462 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.6.23 377,45 kr/kg
Þorskur, slægður 2.6.23 495,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.6.23 255,33 kr/kg
Ýsa, slægð 2.6.23 351,85 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.6.23 242,70 kr/kg
Ufsi, slægður 2.6.23 293,65 kr/kg
Djúpkarfi 31.5.23 227,00 kr/kg
Gullkarfi 2.6.23 255,00 kr/kg
Litli karfi 15.5.23 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.6.23 308,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.6.23 Hrói SH-040 Grásleppunet
Grásleppa 3.370 kg
Samtals 3.370 kg
3.6.23 Gullbrandur NS-031 Grásleppunet
Grásleppa 1.063 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 1.069 kg
3.6.23 Anna Karín SH-316 Grásleppunet
Grásleppa 1.218 kg
Samtals 1.218 kg
3.6.23 Reginn ÁR-228 Þorskfisknet
Langa 1.945 kg
Þorskur 398 kg
Samtals 2.343 kg
3.6.23 Stuttnefja BA-408 Sjóstöng
Steinbítur 328 kg
Þorskur 134 kg
Samtals 462 kg

Skoða allar landanir »