„Þetta var hryllingur“

Birgir Haukdal Rúnarsson, eigandi strandveiðibátsins Gosa KE-102, segir að um …
Birgir Haukdal Rúnarsson, eigandi strandveiðibátsins Gosa KE-102, segir að um algjöran hrylling hafi verið að ræða. Ljósmynd/Tómas Freyr Kristjánsson

„Það er ekkert eftir,“ segir Birgir Haukdal Rúnarsson, eigandi strandveiðibátsins Gosa KE-102, sem brann í morgun á meðan báturinn var um tvær sjómílur norður af Rifi. 

Birgir er nú á leiðinni vestur til að kynna sér málið og til að hlúa að skipstjóranum. Eins og mbl.is greindi frá sakaði sjómanninn ekki og náði hann að koma sér í björgunarbát og þaðan í nærstaddan fiskveiðibát eftir að eldur komst í bátinn.

Sorglegt að missa bátinn en samt þakklátur

Birgir segir að hann hafi verið að fara leggja sig í morgun eftir að hafa verið á sjó í alla nótt þegar honum bárust fréttir af slysinu. „Ég var bara á leiðinni heim í koju í morgun og þá hringdu í mig aðrir skipstjórar og sögðust hafa heyrt mayday, mayday frá Gosa og að báturinn væri að brenna,“ segir Birgir og bætir við að verst hafi verið óvissan sem fylgdi þegar hann náði ekki sambandi við skipstjórann. „Þetta var hryllingur,“ segir Birgir um þessa upplifun.

Segist Birgir þá hafa verið í hálfgerðu áfalli en að sem betur fer hafi hann síðan fengið upplýsingar frá Landhelgisgæslunni sem að staðfestu að skipstjórinn væri í lagi.  

Að mati Birgis er það sorglegt að sjá eftir bátnum Gosa þar sem að báturinn hefur fylgt honum um árabil. „Það er ekkert eftir, það er engin leið,“ segir Birgir og staðfestir að um heilmikið tjón sé að ræða.

Að sögn Birgis er skipstjórinn í lagi en sé skiljanlega verulega brugðið. Í lokin tekur Birgir fram að hann sé þakklátur þeim sem komu skipstjóranum til bjargar. „Ég er þakklátur fyrir það að hann slasaðist ekki og að ekkert tjón var á mannskap.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.8.22 621,75 kr/kg
Þorskur, slægður 9.8.22 589,01 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.8.22 494,67 kr/kg
Ýsa, slægð 9.8.22 444,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.8.22 206,86 kr/kg
Ufsi, slægður 9.8.22 228,82 kr/kg
Djúpkarfi 4.8.22 262,00 kr/kg
Gullkarfi 9.8.22 494,95 kr/kg
Litli karfi 8.8.22 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 4.8.22 366,47 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.8.22 Svanur BA-413 Sjóstöng
Ýsa 70 kg
Samtals 70 kg
10.8.22 Kría ÍS-411 Sjóstöng
Þorskur 38 kg
Samtals 38 kg
10.8.22 Óðinshani BA-407 Sjóstöng
Þorskur 35 kg
Samtals 35 kg
10.8.22 Hafey SK-010 Handfæri
Þorskur 994 kg
Gullkarfi 111 kg
Ufsi 24 kg
Ýsa 12 kg
Samtals 1.141 kg
10.8.22 Álka ÍS-409 Sjóstöng
Þorskur 113 kg
Samtals 113 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.8.22 621,75 kr/kg
Þorskur, slægður 9.8.22 589,01 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.8.22 494,67 kr/kg
Ýsa, slægð 9.8.22 444,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.8.22 206,86 kr/kg
Ufsi, slægður 9.8.22 228,82 kr/kg
Djúpkarfi 4.8.22 262,00 kr/kg
Gullkarfi 9.8.22 494,95 kr/kg
Litli karfi 8.8.22 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 4.8.22 366,47 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.8.22 Svanur BA-413 Sjóstöng
Ýsa 70 kg
Samtals 70 kg
10.8.22 Kría ÍS-411 Sjóstöng
Þorskur 38 kg
Samtals 38 kg
10.8.22 Óðinshani BA-407 Sjóstöng
Þorskur 35 kg
Samtals 35 kg
10.8.22 Hafey SK-010 Handfæri
Þorskur 994 kg
Gullkarfi 111 kg
Ufsi 24 kg
Ýsa 12 kg
Samtals 1.141 kg
10.8.22 Álka ÍS-409 Sjóstöng
Þorskur 113 kg
Samtals 113 kg

Skoða allar landanir »