Skýrslan skoðast í samhengi við hagsmunatengsl

Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi og Hildur Sverrisdóttir þingmaður.
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi og Hildur Sverrisdóttir þingmaður. Samsett mynd

Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, segir að þær upplýsingar sem komið hafa fram í fjölmiðlum, um að Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi sé bæði veiðiréttarhafi og hafi mikla hagsmuni af umhverfi laxveiði, komi illa við hana.

Jafnframt segir hún það orðum aukið að hann hafi upplýst nefndina um hagsmunatengsl sín varðandi umfjöllun embættisins um sjókvíaeldi á Íslandi.

„Því skal haldið til haga að ég gerði stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd grein fyrir störfum mínum í þágu íslenskra stjórnvalda innan NASCO á fundum hennar nú í vikunni. Ekkert í þeim störfum vekur spurningar um hæfi ríkisendurskoðanda skv. fyrrgreindum lögum,“ sagði í skriflegum svörum Guðmundar vegna fyrirspurnar mbl.is um hagsmunatengsl hans.

NASCO er Norður-Atlantshafslaxaverndunarstofnunin (North Atlantic Salmon Conservation Organization).

Minntist ekki á eigin tengsl

Hildur segir að ríkisendurskoðandi hafi sér að vitandi ekki látið nefndina vita af hagsmunum sínum við málið fyrr en eftir seinni fund nefndarinnar með embættinu á miðvikudaginn „og þá eingöngu varðandi NASCO eða stofnun til verndunar laxi í norður Atlantshafi þar sem hann var fyrst og fremst að hvetja nefndina til að krefja stjórnvöld til að endurnýja aðild sína að [stofnuninni]“.

„Hann minntist ekki á neina aðra hagsmuni sína eins og laxveiðiréttindi sín eða önnur tengsl sem gætu verið skoðanamyndandi,“ segir hún.

Hvað með aðkomu hans að stjórnsýsluákvörðunum á fyrri stigum?

„Hann minntist ekki á neitt slíkt mér að vitandi.“

Spurð hvort að hún telji ríkisendurskoðanda vanhæfan í málinu segir Hildur að það fyrsta sem fólk í hans stöðu verði að huga að, þegar það taki að sér verkefni, sé að athuga hæfi sitt.

„Ég sé í fjölmiðlum að hann telur sig ekki vanhæfan og ekki ætla ég að gerast dómari um hæfi hans en þetta er vægast sagt óheppilegt og gætu verið það skoðanamyndandi tengsl að ég er hrædd um að skýrslan verði að skoðast með þetta til hliðsjónar hér eftir.“

Hnaut um stöku atriði í skýrslunni

Hildur segir að það séu atriði í skýrslunni sem henni hafi fundist vera full brött með fullyrðingum án tilhlýðandi rökstuðnings.

„Ég var hugsi yfir þeim áður en ég vissi um þessi tengsl embættisins gagnvart málinu.“

Enn frekar segir Hildur málið vont, þar sem ríkisendurskoðandi sé trúnaðarmaður þingsins „og fjallar um gríðarlega samfélagslega mikilvæg mál og skoðanir hans á þeim þurfa að vera hafnar yfir allan vafa og því miður sýnist mér að ekki sé hægt að fullyrða að svo sé eftir að þessar upplýsingar hafa komið fram“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.6.23 420,58 kr/kg
Þorskur, slægður 9.6.23 383,34 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.6.23 406,93 kr/kg
Ýsa, slægð 9.6.23 338,38 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.6.23 217,37 kr/kg
Ufsi, slægður 9.6.23 261,79 kr/kg
Djúpkarfi 7.6.23 343,36 kr/kg
Gullkarfi 9.6.23 353,68 kr/kg
Litli karfi 9.6.23 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 7.6.23 199,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.6.23 Daðey GK-777 Lína
Þorskur 6.532 kg
Ýsa 310 kg
Hlýri 214 kg
Keila 154 kg
Karfi 109 kg
Langa 29 kg
Steinbítur 6 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 7.359 kg
10.6.23 Hrefna Lína
Steinbítur 2.521 kg
Þorskur 1.448 kg
Ýsa 993 kg
Skarkoli 72 kg
Skötuselur 23 kg
Samtals 5.057 kg
10.6.23 Anna Grásleppunet
Grásleppa 2.165 kg
Samtals 2.165 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.6.23 420,58 kr/kg
Þorskur, slægður 9.6.23 383,34 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.6.23 406,93 kr/kg
Ýsa, slægð 9.6.23 338,38 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.6.23 217,37 kr/kg
Ufsi, slægður 9.6.23 261,79 kr/kg
Djúpkarfi 7.6.23 343,36 kr/kg
Gullkarfi 9.6.23 353,68 kr/kg
Litli karfi 9.6.23 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 7.6.23 199,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.6.23 Daðey GK-777 Lína
Þorskur 6.532 kg
Ýsa 310 kg
Hlýri 214 kg
Keila 154 kg
Karfi 109 kg
Langa 29 kg
Steinbítur 6 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 7.359 kg
10.6.23 Hrefna Lína
Steinbítur 2.521 kg
Þorskur 1.448 kg
Ýsa 993 kg
Skarkoli 72 kg
Skötuselur 23 kg
Samtals 5.057 kg
10.6.23 Anna Grásleppunet
Grásleppa 2.165 kg
Samtals 2.165 kg

Skoða allar landanir »