Hótaði að rústa mannorði Sölva

Sölvi brast í grát í þættinum.
Sölvi brast í grát í þættinum. Mynd/Skjáskot úr þættinum

Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason leitaði til lögreglunnar fyrir sex til sjö vikum af því að manneskja hótaði að rústa mannorði hans.

Þessu greinir hann frá í Podcasti sínu. Þar ræðir hann við lögmann sem aðstoðar hann vegna fréttar um að þjóðþekktur einstaklingur hefði keypt sér kynlífsþjónustu, gengið í skrokk á vændiskonunni, verið handtekinn og fluttur í varðhald. Sölvi segist ekkert tengjast málinu og að það sé þvættingur frá upphafi til enda. 

„Ég leitaði til lögreglu vegna þess að það er manneskja sem hótar að rústa mannorðinu mínu. Nú er það búið að gerast,“ segir Sölvi í þættinum.

„Það er búið að skvetta á þig skít, það er erfitt að verða hvítþveginn aftur,“ segir lögmaðurinn og bætir við að hann sé miðaldra, hvítur karlmaður í forréttindastöðu og liggi vel við höggi.

Sölvi segir að sér líði enn mjög illa og að honum líði eins og verið sé að sletta á hann, þrátt fyrir yfirlýsingu sem hann sendi út í gær. Hann hafi farið á kaffihús í morgun og átt erfitt með að horfa í augun á fólki.

„Ef svona atburðarás brýtur mann ekki að einhverju leyti þá held ég að eitthvað sé að manni,“ segir lögmaðurinn og brestur Sölvi í grát í framhaldinu.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur réttlætt allt sem þú hefur tekið þér fyrir hendur síðastliðnar tvær vikur og hugsanlega verður ætlast til þess af þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Steindór Ívarsson
3
Stefan Mani
4
Patricia Gibney

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur réttlætt allt sem þú hefur tekið þér fyrir hendur síðastliðnar tvær vikur og hugsanlega verður ætlast til þess af þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Steindór Ívarsson
3
Stefan Mani
4
Patricia Gibney