Inga Kristjáns: Er gott að eldast?

Inga næringarþerapisti | 24. ágúst 2020

Inga Kristjáns: Er gott að eldast?

„Hafið þið eitthvað spáð í hvað er gott við það að eldast? Spökulerað í hvort eitthvað sé jákvætt við það?

Inga Kristjáns: Er gott að eldast?

Inga næringarþerapisti | 24. ágúst 2020

Inga Kristjánsdóttir.
Inga Kristjánsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Hafið þið eitthvað spáð í hvað er gott við það að eldast? Spökulerað í hvort eitthvað sé jákvætt við það?

„Hafið þið eitthvað spáð í hvað er gott við það að eldast? Spökulerað í hvort eitthvað sé jákvætt við það?

Við höfum pínu tilhneigingu til að einblína á neikvæðu þættina enda er okkur kennt það dálítið með allskonar auglýsingum og skilaboðum úr ýmsum áttum. En við þurfum nú ekkert að hlusta á það frekar en við viljum. Það er sko alveg eðlilegt að fá hrukkur, slit hér og þar, færri eða fleiri kíló eða hvað það nú er sem við upplifum,“ segir Inga Kristjánsdóttir næringaþerapisti í nýjum pistli á Smartlandi: 

Persónulega finnst mér gott að eldast og get í einlægni sagt að ég myndi ekki vilja vera deginum yngri. Lífið er búið að kenna og skóla mann til, þannig að reynsla og upplifun hefur skapað þá manneskju sem ég er í dag. Ekki myndi ég vilja hafa misst af einni einustu mínútu. Auðvitað hefur ýmislegt verið sárt og erfitt og sumt hund leiðinlegt, en ég hef þá trú að öll upplifun undirbúi mig undir það sem koma skal. Þroski getur verið sár, en ef kosið er að nýta sér erfiðleika til góðs þá horfir það aðeins öðruvísi við. Betra að sleppa því að vera fórnarlamb ekki satt!

Ég held að lykillinn að því að njóta þess að eldast sé að læra að þekkja sjálfa sig vel. Þá er auðvelt að velja fyrir sig, sortera út það sem hentar ekki og bæta inn því sem passar.

Mér finnst ég hafa miklu minna þol fyrir rugli og bulli og nenni ekki að taka þátt í leiðinlegum samskiptum sem gefa mér ekkert. Ég vel að umgangast fólk sem hefur góð áhrif á mig. Það er svo gott að vera búin að sleppa tökum á hvað aðrir eru að gera og átta sig á að það komi manni bara alls ekki við. Það er sko frelsi, maður minn !

Og á móti er mér drullu sama hvað öðrum finnst um hvað ég geri.....eða svona nokkurn veginn, held það náist kannski aldrei alveg – alla leið. Dagsformið er líka misjafnt í þessu sem og öðru.

Þegar við eldumst þá áttum við okkur líka betur á því sem skiptir máli. Ég held við lærum líka að njóta lífsins betur, staldra við og draga andann aðeins dýpra. Njóta þess að fá að lifa og vera.

Hvert aldursskeið hefur sinn sjarma. Ég veit að það getur verið skít erfitt að sjá það, ef kona  er á bullandi breytingaskeiði, sveitt, verkjuð, svefnlaus og andlega búin á því. Ég þekki það...úfff...

Við þurfum þá að reyna að gera allt sem við getum til að láta okkur líða betur, nota öll bjargráðin sem bæði við sjálfar og aðrar konur kunna og halda áfram að lifa og njóta. Leitin getur leitt okkur á slóðir sem við áttum ekki von á að fara, en þá er að taka því opnum örmum. Dæmum hvorki aðrar né okkur sjálfar fyrir hvaða leið við veljum.

Ég held að það sé mikilvægt, líklega enn mikilvægara núna en oft áður, að við horfum jákvætt á lífið, sama á hvaða aldri við erum eða hvar við erum staddar í lífinu. Það er pínu vesen þarna úti, heimurinn er allur í nettu uppnámi og ogguponsu leiðinlegt. En við gerum okkar besta eins og ávallt.

Ef við spáum í það þá höfum við hver og ein áorkað ótrúlega miklu, við höfum verið ógisssslega duglegar, græjað og gert og komist áfram í lífinu. Ég held við flestar eigum sigra sem við höfum ekki einu sinni komið auga á.

Við höldum áfram þannig.

Og afsakið... gleymdi næstum....svarið við spurningunni er já! Það er gott að eldast!

mbl.is