Virk smit innanlands ekki færri síðan í júlí

Virk smit innanlands ekki færri síðan í júlí

Virk smit innanlands ekki færri síðan í júlí

Málefni - Kórónuveiran COVID-19

Fjórir eru með virk Covid-19 smit innanlands en alls eru 17 með virk smit og því 13 af þeim smit sem greinast við landamæraskimun.

Frá bólusetningu gegn Covid-19. 10.554 eru fullbólusettir gegn Covid-19 og …
Frá bólusetningu gegn Covid-19. 10.554 eru fullbólusettir gegn Covid-19 og bólusetning er hafin hjá 6.825. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þetta kemur fram á Covid.is.

Ljósmynd/Covid.is

Virk smit innanlands hafa ekki verið færri síðan 24. júlí en þá voru þau tvö. Degi síðar, 25. júlí, voru þau fimm og 60 voru með virkt smit 1. ágúst í annarri bylgju faraldursins.

Sé miðað við fyrstu bylgju faraldursins, síðasta vor, voru innanlandssmitin ekki nema fjögur 15. maí þegar fyrsta bylgja faraldursins var að deyja út.

Ekkert smit greindist innanlands í gær og verða almennar fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns á morgun þegar tilslakanir á samkomutakmörkunum taka gildi.

Reglugerð þess efnis gildir í þrjár vikur.

Einnig er gert ráð fyr­ir til­slök­un­um í til­tek­inni starf­semi. Heim­ilt verður að allt að 200 manns mega koma sam­an á ákveðnum stöðum, meðal ann­ars á söfn­um, í sviðslist­um og á íþróttaviðburðum. Fólk þarf þó að geta setið í sæt­um, upp­lýs­ing­ar þurfa að vera til staðar um hvern og einn, auk þess sem einn metri þarf að vera á milli óskyldra aðila og grímur eru skylda.

mbl.is