Segir ósannað að nýja afbrigðið sé verra

Kórónuveiran Covid-19 | 26. nóvember 2021

Segir ósannað að nýja afbrigðið sé verra

Landsmenn þurfa ekki að missa svefn yfir nýju afbrigði kórónuveirunnar, SARS-COV-2, enda er ekki búið að færa sönnur fyrir því að það meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Þetta segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í samtali við mbl.is.

Segir ósannað að nýja afbrigðið sé verra

Kórónuveiran Covid-19 | 26. nóvember 2021

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, kveðst ekki hafa miklar áhyggjur …
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, kveðst ekki hafa miklar áhyggjur af nýju afbrigði kórónuveirunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsmenn þurfa ekki að missa svefn yfir nýju afbrigði kórónuveirunnar, SARS-COV-2, enda er ekki búið að færa sönnur fyrir því að það meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Þetta segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í samtali við mbl.is.

Landsmenn þurfa ekki að missa svefn yfir nýju afbrigði kórónuveirunnar, SARS-COV-2, enda er ekki búið að færa sönnur fyrir því að það meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Þetta segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í samtali við mbl.is.

„Það er ýmislegt sem bendir til þess að þetta afbrigði sé verra en önnur afbrigði en það hefur ekki verið sannað ennþá,“ segir hann.

Full ástæða til að vera áfram á varðbergi

Þrátt fyrir það telur Kári fulla ástæðu til þess að vera áfram á varðbergi og fylgjast með þróun faraldursins og nýja afbrigðisins.

„Við eigum að halda áfram að raðgreina veiruna sem kemur til Íslands en ég held að það væri fullmikið í það lagt að fara láta af svefni yfir þessu.“

Heilbrigðisyfirvöld hér á landi skoða nú að kaupa allt að 1.500 skammta af lyfinu molnupiravir. Lyfið er í töfluformi sem gerir mönnum kleift að nýta það utan spítalanna og er sagt að lyfið geti fækkað innlögnum vegna COVID-19 verulega.

Inntur eftir því segist Kári trúa því að lyfið muni koma að gagni í baráttunni við veiruna og að 1.500 skammtar séu „skynsamleg“ byrjun.

„Ef þetta hefur komið að gagni í tilraunum hjá Pfizer þá tel ég mjög líklegt að það komi að gagni hjá okkur. Það er mjög skynsamlegt að eiga þetta lyf til þess að geta gripið til ef menn lenda í vandræðum.“

135 smit greindust innanlands í fyrradag

135 greind­ust með kór­ónu­veiruna inn­an­lands í fyrradag, þar af voru 72 í sótt­kví við grein­ingu. Þetta kem­ur fram á covid.is þar sem enn frem­ur kem­ur fram að alls hafi 141 smit greinst í fyrradag, þar af sex á landa­mær­un­um.

76 þeirra sem greind­ust voru óbólu­sett­ir, 55 full­bólu­sett­ir og bólu­setn­ing var haf­in hjá hjá fjór­um.

19 eru á sjúkra­húsi, þar af þrír á gjör­gæslu.

Tek­in voru 3.426 sýni, þar af 1.733 ein­kenna­sýni. 1.728 eru nú í ein­angr­un vegna Covid-19 og 2.074 í sótt­kví.

mbl.is