Þríbólusettir sæti minni takmörkunum

Kórónuveiran Covid-19 | 3. desember 2021

Þríbólusettir sæti minni takmörkunum

Meirihluti landsmanna er hlynntur þeirri hugmynd sem yfirvöld hafa varpað fram að fólk sem hefur fengið tvær bólusetningar gegn Covid-19 auk örvunarskammts sæti minni takmörkunum en aðrir.

Þríbólusettir sæti minni takmörkunum

Kórónuveiran Covid-19 | 3. desember 2021

Fram kemur, að fólk undir þrítugu sé síst hlynnt þeirri …
Fram kemur, að fólk undir þrítugu sé síst hlynnt þeirri hugmynd að fólk sem er fullbólusett og hafi fengið örvunarskammt sæti minni takmörkunum en aðrir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Meirihluti landsmanna er hlynntur þeirri hugmynd sem yfirvöld hafa varpað fram að fólk sem hefur fengið tvær bólusetningar gegn Covid-19 auk örvunarskammts sæti minni takmörkunum en aðrir.

Meirihluti landsmanna er hlynntur þeirri hugmynd sem yfirvöld hafa varpað fram að fólk sem hefur fengið tvær bólusetningar gegn Covid-19 auk örvunarskammts sæti minni takmörkunum en aðrir.

Þetta kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallup þar sem fjallað er um bólusetningar og sóttvarnatakmarkanir.

Fram kemur að ríflega 62% séu hlynnt hugmyndinni en tæplega 18% andvíg á meðan um tveir af hverjum tíu eru hvorki hlynntir né andvígir.

Spurt var: „Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ertu þeirri hugmynd að fólk sem er fullbólusett gegn Covid-19 og hefur fengið örvunarskammt sæti minni takmörkunum en aðrir?“

Fram kemur, að fólk undir þrítugu sé síst hlynnt þeirri hugmynd að fólk sem er fullbólusett og hafi fengið örvunarskammt sæti minni takmörkunum en aðrir. Þau sem kysu Sósíalistaflokkinn ef kosið yrði til Alþingis í dag séu hlynntust hugmyndinni og þá þau sem kysu Framsóknarflokkinn. Þau sem kysu Miðflokkinn eru helst andvíg hugmyndinni.

Gallup gerði könnunina dagana 19. - 29. nóvember. Heildarúrtakið var 1.636 og var þátttökuhlutfall 55,4%. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr viðhorfshópi Gallup.

mbl.is