Fjórða sprautan og aflétt í Danmörku

Kórónuveiran Covid-19 | 13. janúar 2022

Fjórða sprautan og aflétt í Danmörku

„Elstu borgarar landsins og íbúar á hjúkrunarheimilum gætu þurft að búa sig undir að bretta enn á ný upp ermar.“ Svona hefst frétt danska ríkisútvarpsins um nýjar sóttvarnaaðgerðir þar í landi þar sem fjórða skammti bóluefna var gefið undir fótinn á sama tíma og afléttingar á takmörkunum vegna Covid-19 voru boðaðar.

Fjórða sprautan og aflétt í Danmörku

Kórónuveiran Covid-19 | 13. janúar 2022

Biðröð í hraðpróf í Danmörku, sem hafa verið lykillinn að …
Biðröð í hraðpróf í Danmörku, sem hafa verið lykillinn að verslunum jafnt sem skólum og öðru slíku, svo mánuðum skiptir. AFP

„Elstu borgarar landsins og íbúar á hjúkrunarheimilum gætu þurft að búa sig undir að bretta enn á ný upp ermar.“ Svona hefst frétt danska ríkisútvarpsins um nýjar sóttvarnaaðgerðir þar í landi þar sem fjórða skammti bóluefna var gefið undir fótinn á sama tíma og afléttingar á takmörkunum vegna Covid-19 voru boðaðar.

„Elstu borgarar landsins og íbúar á hjúkrunarheimilum gætu þurft að búa sig undir að bretta enn á ný upp ermar.“ Svona hefst frétt danska ríkisútvarpsins um nýjar sóttvarnaaðgerðir þar í landi þar sem fjórða skammti bóluefna var gefið undir fótinn á sama tíma og afléttingar á takmörkunum vegna Covid-19 voru boðaðar.

Danir, líkt og flestar aðrar Evrópuþjóðir, ganga nú í gegnum stærstu bylgjuna af Covid-19 frá upphafi vegna tilkomu Ómíkron-afbrigðisins og metfjöldi smita er sleginn dag eftir dag, sem og fjöldi látinna vegna veirunnar.

Þrátt fyrir það boðuðu stjórnvöld afléttingu ýmissa takmarkana undir lok vikunnar, meðal annars opnun kvikmyndahúsa og tónlistastaða, en miklar takmarkanir hafa verið ríkjandi í Danmörku að undanförnu. 

Yfirlýsingu stjórnvalda um mögulega fjórðu sprautu eldri borgara hefur verið tekið misvel. 

Henrik Nielsen, prófessor og yfirlæknir á smitsjúkdómadeild í Háskólanum í Álaborg, segist eiga erfitt með að meta hvort eldri borgarar ættu að þiggja fjórðu sprautuna, ekki liggi nægar upplýsingar fyrir um áhrif þeirrar fjórðu.

„Það er erfitt að segja. Ég myndi kjósa að það lægju fyrir meiri upplýsingar um mótefni í blóði eldri borgara, þremur til sex mánuðum eftir þriðju sprautuna,“ sagði Nielsen við danska ríkisútvarpið.

Hann segir að þrátt fyrir að einhverjir eldri borgarar í Danmörku og í Ísrael hafi fengið fjórar sprautur vilji hann bíða.

„Eins og staðan er, er slík ákvörðun byggð á óskhyggju, ekki þekkingu,“ segir Nielsen.

mbl.is