Vill meiri umræðu vegna ástandsins í Íran

Mótmæli í Íran 2022 | 25. september 2022

Vill meiri umræðu vegna ástandsins í Íran

Hátt í sextíu manns komu saman til þess að sýna samstöðu með mótmælendum í Íran í gær, en annar eins samstöðufundur fer fram í fyrramálið fyrir utan Alþingishúsið milli klukkan níu og ellefu.

Vill meiri umræðu vegna ástandsins í Íran

Mótmæli í Íran 2022 | 25. september 2022

mbl.is/Hákon Pálsson

Hátt í sextíu manns komu saman til þess að sýna samstöðu með mótmælendum í Íran í gær, en annar eins samstöðufundur fer fram í fyrramálið fyrir utan Alþingishúsið milli klukkan níu og ellefu.

Hátt í sextíu manns komu saman til þess að sýna samstöðu með mótmælendum í Íran í gær, en annar eins samstöðufundur fer fram í fyrramálið fyrir utan Alþingishúsið milli klukkan níu og ellefu.

Muhammed Amiri, einn skipuleggjenda mótmælanna, kom til Íslands árið 2018 sem flóttamaður frá Íran. Fjölskylda hans er enn í Íran og tekur þátt í mótmælunum þar. Reglulega er netsamband rofið og þar með öll tenging fólksins í Íran við umheiminn. 

Mikilvægt er að vekja athygli á því sem sé að eiga sér stað í Íran, að sögn Muhammed. Með því að boða til fundarins að morgni á virkum degi vonast hann til þess að ná athygli ráðamanna meðan Alþingi er að störfum. 

mbl.is/ Hákon Pálsson

Vill að ráðherrar beiti sér

Hann telur að of lítil umræða eigi sér stað vegna þess sem sé að gerast í heimalandi hans um þessar mundir. Þá vill hann að ráðherrar ríkisstjórnarinnar beiti sér fyrir því að vekja athygli á ástandinu á alþjóðavettvangi. 

„Fólkið í Íran er að mótmæla þessari einræðisstjórn sem hefur verið við lýði allt of lengi. Fólkið vill frelsi. Konurnar neita því að láta neyða sig til þess að bera hijab-höfuðslæðu. Stelpa var pyntuð af lögreglunni í Íran fyrir að vera ekki með höfuðslæðu. Hún lét lífið vegna þess að hár hennar var ekki hulið,“ segir Muhammed.

mbl.is/ Hákon Pálsson
mbl.is/ Hákon Pálsson
mbl.is