Úrhelli og vonskuveður á Kanaríeyjum

Tenerife | 26. september 2022

Úrhelli og vonskuveður á Kanaríeyjum

Hitabeltislægðin Hermine gekk yfir Kanaríeyjar í gær og olli talsverðri eyðileggingu. Fjölda flugferða var aflýst í gær, sunnudag, af þeim sökum en veðurviðvaranir falla flestar úr gildi um miðjan dag í dag.

Úrhelli og vonskuveður á Kanaríeyjum

Tenerife | 26. september 2022

Hitabeltislægðin Hermine gekk yfir Kanaríeyjar í gær.
Hitabeltislægðin Hermine gekk yfir Kanaríeyjar í gær. Samsett mynd

Hitabeltislægðin Hermine gekk yfir Kanaríeyjar í gær og olli talsverðri eyðileggingu. Fjölda flugferða var aflýst í gær, sunnudag, af þeim sökum en veðurviðvaranir falla flestar úr gildi um miðjan dag í dag.

Hitabeltislægðin Hermine gekk yfir Kanaríeyjar í gær og olli talsverðri eyðileggingu. Fjölda flugferða var aflýst í gær, sunnudag, af þeim sökum en veðurviðvaranir falla flestar úr gildi um miðjan dag í dag.

Hermine var upphaflega skilgreind sem hitabeltisstormur en talsvert hafði dregið úr veðurofsanum þegar hún fór yfir Kanaríeyjar og var hún því skilgreind sem hitabeltislægð. 

Mikið vatn safnaðist fyrir á götum og flæddi inn í kjallara. Tré brotnuðu og rifnuðu upp með rótum víða, en Gran Canaria fór hvað verst út úr óveðrinu. Rafmagn fór af á sumum stöðum og voru 1.800 manns án rafmagns í gær að því er fram kemur í umfjöllun Canarian Weekly. Tilkynnt hafði verið um aurskriður á 30 stöðum í morgun.

Alls var 215 flugferðum til og frá Kanaríeyjum aflýst í gær. 

Búist er við að einhverjar tafir verði á flugi til og frá eyjunum í dag en aðeins vegna þess að verið er að vinda ofan af aflýstum flugferðum frá því í gær. mbl.is