Hækkun á íbúðaverði kemur á óvart

Húsnæðismarkaðurinn | 16. nóvember 2022

Hækkun á íbúðaverði kemur á óvart

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,6% milli september og október. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Hækkunin kemur hagfræðideild Landsbankans á óvart.

Hækkun á íbúðaverði kemur á óvart

Húsnæðismarkaðurinn | 16. nóvember 2022

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,6% milli september og október. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Hækkunin kemur hagfræðideild Landsbankans á óvart.

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,6% milli september og október. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Hækkunin kemur hagfræðideild Landsbankans á óvart.

„Annan mánuðinn í röð kemur mælingin okkur á óvart þar sem almennt hefur hægt á íbúðamarkaði og spár gera nú ráð fyrir afar hófstilltri verðþróun. Við höfum gengið út frá því í okkar spám að íbúðaverð standi nánast í stað á næstu mánuðum,“ segir í Hagsjá Landsbankans.

Fram kemur að ef litið sé til þróunar eftir tegundum húsnæðis sjáist að verð á sérbýli lækkar um 0,7% eftir mikla hækkun mánuðinn áður (4,8%). Mikið flökt sé á mælingum á sérbýli milli mánaða þar sem færri samningar eru undir og því varasamt að lesa mikið í þá þróun.

„Það kemur meira á óvart að sjá fjölbýli hækka um 0,9% milli mánaða en á síðustu mánuðum hefur smám saman dregið úr hækkunum á fjölbýli þar til lækkun mældist milli mánaða í september. Hækkun nú kemur verulega á óvart og er ekki ólíklegt að þessi þróun gangi til baka á næstu mánuðum,“ segir einnig í Hagsjánni.

mbl.is