Seðlabankinn eltir suð í hagkerfinu með hækkun

Vextir á Íslandi | 1. desember 2022

Seðlabankinn eltir suð í hagkerfinu með hækkun

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands virðist hafa í of miklum mæli hlustað eftir „suði“ í hagkerfinu þegar hún tók ákvörðun um stefnubreytingu í nóvembermánuði. Þetta segir Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka.

Seðlabankinn eltir suð í hagkerfinu með hækkun

Vextir á Íslandi | 1. desember 2022

Erna Björg Sverrisdóttir.
Erna Björg Sverrisdóttir.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands virðist hafa í of miklum mæli hlustað eftir „suði“ í hagkerfinu þegar hún tók ákvörðun um stefnubreytingu í nóvembermánuði. Þetta segir Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands virðist hafa í of miklum mæli hlustað eftir „suði“ í hagkerfinu þegar hún tók ákvörðun um stefnubreytingu í nóvembermánuði. Þetta segir Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka.

Vísar hún þar til þeirrar ákvörðunar nefndarinnar að hækka stýrivexti bankans enn og nú um 0,25 prósentur. Bendir Erna Björg á að bankinn hafi gefið það sterklega til kynna við vaxtaákvörðun í október að þá væri vaxtahækkanaferlið að öllu óbreyttu á enda runnið.

„Það var búið að setja ákveðinn tón og þegar kom að vaxtaákvörðun í nóvember, að sjá einhverja stefnubreytingu og að fara aftur í vaxtahækkanir, þá finnst mér að það hefðu þurft að vera ofsalega sterk rök fyrir því og mér fannst þau ekki vera það,“ segir Erna Björg en hún er gestur Dagmála.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is