„Afternoon Tea“ í breskum strætó um jólin

Borgarferðir | 2. desember 2022

„Afternoon Tea“ í breskum strætó um jólin

London er svo gott sem gulli skreytt í aðdraganda jólanna. Þeir sem vilja næra jólaandann geta gert fjölmargt þar í borg. Fyrir utan þetta klassíska eins og að fara í leikhús, óperuna eða á tónleika þá eru ýmis önnur atriði sem má huga að til þess að setja punktinn yfir i-ið.

„Afternoon Tea“ í breskum strætó um jólin

Borgarferðir | 2. desember 2022

Hægt er að komast í jólafíling um borð í breskum …
Hægt er að komast í jólafíling um borð í breskum strætó þar sem fram eru bornar jólakræsingar. Skjáskot/Instagram

London er svo gott sem gulli skreytt í aðdraganda jólanna. Þeir sem vilja næra jólaandann geta gert fjölmargt þar í borg. Fyrir utan þetta klassíska eins og að fara í leikhús, óperuna eða á tónleika þá eru ýmis önnur atriði sem má huga að til þess að setja punktinn yfir i-ið.

London er svo gott sem gulli skreytt í aðdraganda jólanna. Þeir sem vilja næra jólaandann geta gert fjölmargt þar í borg. Fyrir utan þetta klassíska eins og að fara í leikhús, óperuna eða á tónleika þá eru ýmis önnur atriði sem má huga að til þess að setja punktinn yfir i-ið.

Afternoon Tea um borð í strætó

Bretar eru þekktir fyrir afar skemmtileg teboð sem kallast Afternoon Tea. Oftast nær samanstendur teboðið af litlum samlokum, sætindum, tei og kannski smá freyðivíni ef maður er í stuði. Árið um kring er hægt að hoppa um borð í breskan strætó og fá sér afternoon tea. Það er sérstaklega vinsælt í kringum hátíðarnar og veitingarnar afar jólalegar. Ferðin tekur um einn og hálfan klukkutíma og komið er við á stöðum á borð við Big Ben og St James´s Park. Það þarf þó að hafa í huga að mikil eftirspurn eru eftir þessum ferðum og það þarf að bóka með mjög góðum fyrirvara. Birgit´s Bakery er til dæmis vinsælt fyrirtæki að bóka hjá en fyrirtækið er líka með skemmtileg teboð í kringum aðra viðburði eins og Halloween og Peppu Pig. 

Jólasamlokurnar eru ómissandi

Breska þjóðin er upp til hópa mikið samlokufólk. Í kringum jólin fara matvörubúðirnar að setja fram hinar ýmsu jólasamlokur sem eru jafnfjölbreyttar og þær eru margar. Breskir fjölmiðlar eru duglegir að taka saman lista yfir bestu jólasamlokurnar og gott er að kynna sér þá umfjöllun til þess að verða ekki fyrir vonbrigðum. 

Í ár fékk samlokan frá Marks & Spencer afbragðseinkunn frá fjölmiðlinum Mirror. Samlokan ber nafnið Christmas Club Toastie og er úr ristuðu grófu brauði, með kjúklingi, beikon, trönuberja chutney, 12 lögum af fyllingu og loks sósu. Brauðið var að sögn blaðamanns The Mirror mátulega stökkt og ekki slepjulegt. Öll hráefnin pössuðu vel saman og mynduðu góða heild.

Það er því sannarlega ómissandi að bragða á nokkrum jólasamlokum ef maður er svo lánsamur að vera í London í aðdraganda jólanna.

Jólasamlokan frá Marks&Spencer þykir afar góð.
Jólasamlokan frá Marks&Spencer þykir afar góð. Skjáskot/instagram
mbl.is