Sektað ef íbúðir standi auðar lengi

Húsnæðismarkaðurinn | 15. desember 2022

Sektað ef íbúðir standi auðar lengi

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands, Trausti Breiðfjörð Magnússon, hefur flutt tillögu í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur þess efnis að mótaðar verði reglur sem komi í veg fyrir að íbúðarhúsnæði standi autt til lengri tíma. Afgreiðslu tillögunnar var frestað.

Sektað ef íbúðir standi auðar lengi

Húsnæðismarkaðurinn | 15. desember 2022

mbl.is/Sigurður Bogi

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands, Trausti Breiðfjörð Magnússon, hefur flutt tillögu í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur þess efnis að mótaðar verði reglur sem komi í veg fyrir að íbúðarhúsnæði standi autt til lengri tíma. Afgreiðslu tillögunnar var frestað.

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands, Trausti Breiðfjörð Magnússon, hefur flutt tillögu í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur þess efnis að mótaðar verði reglur sem komi í veg fyrir að íbúðarhúsnæði standi autt til lengri tíma. Afgreiðslu tillögunnar var frestað.

Trausti Breiðfjörð leggur til að í reglunum verði kveðið á um að ef íbúð hefur verið laus í sex mánuði þurfi eigandi hennar að gera borginni ljóst að svo sé. Jafnframt verði kveðið á um að ef enginn hafi haft búsetu í húsnæðinu í síðustu 12 mánuði leiði það til sektargreiðslna, allt að 300.000 krónum. Í kjölfarið muni borgaryfirvöld hafa samband við viðkomandi eiganda og leiti leiða til að íbúðin verði nýtt aftur. Sem lokaúrræði, eftir 12 mánuði, geti borgin skilgreint íbúðina sem óhagnaðardrifna leigueiningu.

Í greinargerð með tillögunni kemur fram að fyrirmynd þessa fyrirkomulags sé Amsterdam í Hollandi. Þar hafi borgaryfirvöld komið í veg fyrir að aðilar safni til sín eigum á kostnað þeirra sem vantar þak yfir höfuðið. „Reykjavíkurborg verður að axla ábyrgð þegar kemur að húsnæðiskrísunni og leggja til markvissar og skilvirkar aðgerðir sem hafa skilað árangri í öðrum löndum. Með því að takmarka uppsöfnun á íbúðarhúsnæði er verið að skapa meira framboð fyrir þau sem þurfa á þessari grunnþörf að halda,“ segir m.a. 

mbl.is