Mistókst að skjóta niður dróna

Norður-Kórea | 27. desember 2022

Mistókst að skjóta niður dróna

Suðurkóreski herinn hefur beðist afsökunar á því að hafa mistekist að skjóta niður fimm norðurkóreska dróna sem flugu inn í lofthelgi landsins.

Mistókst að skjóta niður dróna

Norður-Kórea | 27. desember 2022

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu fyrr í mánuðinum.
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu fyrr í mánuðinum. AFP

Suðurkóreski herinn hefur beðist afsökunar á því að hafa mistekist að skjóta niður fimm norðurkóreska dróna sem flugu inn í lofthelgi landsins.

Suðurkóreski herinn hefur beðist afsökunar á því að hafa mistekist að skjóta niður fimm norðurkóreska dróna sem flugu inn í lofthelgi landsins.

Fyrst skaut herinn viðvörunarskotum að drónunum og notaði síðan herflugvélar og þyrlur til að skjóta þá niður, án árangurs. Einn dróninn flaug nálægt höfuðborginni Seúl.

„Í gær réðust fimm óvinadrónar inn í suðurkóreska lofthelgi. Herinn okkar sá þá og fylgdi eftir en við biðjumst afsökunar á því að hafa ekki getað skotið þá niður,“ sagði í yfirlýsingu frá hernum.

Svo virðist sem allir drónarnir hafi snúið aftur til Norður-Kóreu þrátt fyrir að tilraunir til að stöðva þá hafi staðið yfir í fimm klukkustundir.

Herinn viðurkenndi jafnframt að hafa takmarkaða burði til að stöðva smærri njósnadróna á borð við þá sem flugu inn í lofthelgina.

mbl.is