Kim Jong Un með óleyfilegan samlokusíma?

Norður-Kórea | 13. júlí 2023

Kim Jong Un með óleyfilegan samlokusíma?

Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, var í vikunni viðstaddur tilraunaskot nýjasta flugskeytis Norður-Kóreumanna, sem er jafnframt það aflmesta sem ríkið hefur átt. 

Kim Jong Un með óleyfilegan samlokusíma?

Norður-Kórea | 13. júlí 2023

Síminn liggur á borðinu fyrir framan Kim Jong Un. Dæmi …
Síminn liggur á borðinu fyrir framan Kim Jong Un. Dæmi hver fyrir sig. AFP

Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, var í vikunni viðstaddur tilraunaskot nýjasta flugskeytis Norður-Kóreumanna, sem er jafnframt það aflmesta sem ríkið hefur átt. 

Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, var í vikunni viðstaddur tilraunaskot nýjasta flugskeytis Norður-Kóreumanna, sem er jafnframt það aflmesta sem ríkið hefur átt. 

Athygli vakti að á borðinu við Kim lá samlokusími sem suðurkóreskur miðill ýjar að að hafi verið smyglað til landsins. Síminn er nauðalíkur Samsung Galazy Z Flip símunum eða síma af gerðinni Huawei Pocket S, sem kemur frá Kína. Ríkismiðillinn Rodong Sinmun birti myndirnar í dag. 

Kim Jong Un fagnar tilraunaskotinu.
Kim Jong Un fagnar tilraunaskotinu. AFP

Símanum líklega smyglað frá Kína

„Ef síminn á myndinni er samlokusími er nokkuð líklegt að honum hafi verið smyglað til Norður-Kóreu frá Kína,“ segir í frétt suðurkóreska dagblaðsins Joongang Ilbo. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt viðskiptabann við inn- og útflutningi raftækja til og frá Norður-Kóreu.

Kim Jong Un hefur áður sést handleika Apple-vörur á borð við Ipad-spjaldtölvur og Macbook-tölvur svo eitthvað sé nefnt. Í kringum 19% norður-kóresku þjóðarinnar eru talin hafa aðgang að farsímum eftir því sem bandaríska leyniþjónustan kemst næst.

mbl.is