Heræfing nærri suðurkóreskri lögsögu

Norður-Kórea | 7. janúar 2024

Heræfing nærri suðurkóreskri lögsögu

Norðurkóreski herinn hélt æfingu á vesturströnd ríkisins í dag. Um er að ræða þriðja daginn í röð þar sem Norður-Kóreumenn eru með heræfingu nærri lögsögu Suður-Kóreumanna. 

Heræfing nærri suðurkóreskri lögsögu

Norður-Kórea | 7. janúar 2024

Suðurkóreskir hermenn á Yeonpyeong-eyju.
Suðurkóreskir hermenn á Yeonpyeong-eyju. AFP/Jung Yeon-Je

Norðurkóreski herinn hélt æfingu á vesturströnd ríkisins í dag. Um er að ræða þriðja daginn í röð þar sem Norður-Kóreumenn eru með heræfingu nærri lögsögu Suður-Kóreumanna. 

Norðurkóreski herinn hélt æfingu á vesturströnd ríkisins í dag. Um er að ræða þriðja daginn í röð þar sem Norður-Kóreumenn eru með heræfingu nærri lögsögu Suður-Kóreumanna. 

Suðurkóreskir miðilinn Yonhap News greinir frá þessu. 

Heræfingarnar fóru fram klukkan 16 á staðartíma nærri suðurkóresku eyjunni Yeonpyeong. Enginn norðurkóresk skot féllu innan lögsögu Suður-Kóreu að sögn miðilsins. Þá hafa engar tilkynningar borist um manntjón. 

Horft frá Yeonpyeong-eyju yfir til Norður-Kóreu.
Horft frá Yeonpyeong-eyju yfir til Norður-Kóreu. AFP

Íbúar Yeonpyeong voru hvattir til þess að halda sig heima vegna heræfingarinnar og mögulegum viðbrögðum suðurkóreska hersins. 

„Norðurkóresk skot heyrast nú,“ sagði í smáskilaboðum sem íbúum eyjunnar bárust. 

Til þess að „sjá“ viðbrögð Suður-Kóreu

Á föstudag og í gær var norðurkóreski herinn með æfingar á sama svæði, við eyjurnar Yeonpyeong og Baengnyeong. 

Systir Kim Jong Un, leiðtoga Norður-Kóreu, neitaði ásökunum Suður-Kóreumanna þess efnis að skot norðurkóreska hersins höfðu hafnað nærri landamærum ríkjanna. 

Í yfirlýsingu sagði hún að eftirlíkingar 60 byssuskota hefðu heyrist til þess að „sjá“ viðbrögð suðurkóreska hersins. 

Viðbrögðin voru líkt og búist var við sagði í yfirlýsingunni, suðurkóreski herinn mat stöðuna ekki rétt og útbjó lygar um að skot hefðu hafnað í sjónum. 

mbl.is