Samband ríkjanna á „nýju stefnumótandi stigi“

Norður-Kórea | 19. október 2023

Samband ríkjanna á „nýju stefnumótandi stigi“

Samband Rússa og Norður-Kóreumanna hefur náð „nýju stefnumótandi stigi“ að sögn Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sem er nú staddur í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. 

Samband ríkjanna á „nýju stefnumótandi stigi“

Norður-Kórea | 19. október 2023

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Choe Son Hui, utanríkisráðherra Norður-Kóreu.
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Choe Son Hui, utanríkisráðherra Norður-Kóreu. AFP/KCNA VIA KNS

Samband Rússa og Norður-Kóreumanna hefur náð „nýju stefnumótandi stigi“ að sögn Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sem er nú staddur í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. 

Samband Rússa og Norður-Kóreumanna hefur náð „nýju stefnumótandi stigi“ að sögn Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sem er nú staddur í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. 

Þetta hafa rússneskir ríkisfjölmiðlar eftir Lavrov.

Tveggja daga heimsókn Lavrov til Norður-Kóreu hófst í gær eftir að hann fylgdi Vladimír Pútín Rússlandsforseta til Peking í Kína. 

Gert er ráð fyrir að heimsókn Lavrov sé undirbúningur fyrir framtíðarheimsókn Pútín til Norður-Kóreu. 

Í september hittust Pútín og Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, í Rússlandi. Kim sagði þá samband Norður-Kóreu við Rússland vera í forgangi. 

Þúsund gámar með hergögnum 

Lavrov tjáði Choe Son Hui, utanríkisráðherra Norður-Kóreu, að fundur hans í ríkinu hafi markað tímamót. 

Þá þakkaði hann Norður-Kóreumönnum fyrir stuðninginn við Rússa í „sérstöku hernaðaraðgerðinni“ í Úkraínu. 

Samkvæmt upplýsingum Bandaríkjastjórnar hafa Norður-Kóreumenn afhent Rússum um þúsund flutningagáma með hergögnum og skotfærum. Rússnesk stjórnvöld segja Bandaríkjamenn ekki hafa neinar sannanir um slíkar vopnasendingarnar.

Lavrov er í tveggja daga heimsókn í Norður-Kóreu.
Lavrov er í tveggja daga heimsókn í Norður-Kóreu. AFP/ KCNA VIA KNS
mbl.is