Hafði áður verið handtekinn í Suður-Kóreu

Norður-Kórea | 19. júlí 2023

Hafði áður verið handtekinn í Suður-Kóreu

Bandaríski hermaðurinn Travis King, sem er í haldi Norður-Kóreumanna fyrir að fara yfir landamæri ríkisins í leyfisleysi, hafði áður verið handtekinn í Suður-Kóreu fyrir slagsmál. 

Hafði áður verið handtekinn í Suður-Kóreu

Norður-Kórea | 19. júlí 2023

Yf­ir­stjórn Sam­einuðu þjóðanna sem rek­ur hlut­lausa svæðið (DMZ) og sam­eig­in­legt …
Yf­ir­stjórn Sam­einuðu þjóðanna sem rek­ur hlut­lausa svæðið (DMZ) og sam­eig­in­legt ör­ygg­is­svæði (JSA) sem er á milli Norður- og Suður-Kór­eu. AFP/Anthony Wallace

Bandaríski hermaðurinn Travis King, sem er í haldi Norður-Kóreumanna fyrir að fara yfir landamæri ríkisins í leyfisleysi, hafði áður verið handtekinn í Suður-Kóreu fyrir slagsmál. 

Bandaríski hermaðurinn Travis King, sem er í haldi Norður-Kóreumanna fyrir að fara yfir landamæri ríkisins í leyfisleysi, hafði áður verið handtekinn í Suður-Kóreu fyrir slagsmál. 

King er 23 ára gamall og var handtekinn í gær eft­ir að hafa gengið yfir á landssvæði Norður-Kóreumanna. 

BBC greinir frá því að King hafi dvalið í fangageymslu í Suður-Kóreu eftir að hafa skemmt lögreglubíl. Stuttu áður en hann reyndi að fara yfir landamærin hafði King verið látinn laus úr haldi og átti að senda hann aftur til Bandaríkjanna. 

King flúði hins vegar og fór í skipu­lagða skoðun­ar­ferð um ör­ygg­is­svæðið sem er á milli Norður- og Suður-Kór­eu. Enn er óljóst af hverju King fór síðan yfir landamærin. 

Bandarísk yfirvöld greina frá því að hann hafi farið yfir landamærin af eigin vilja og lýstu yfir áhyggjum af líðan hans. 

Landa­mæra­svæðið sem um ræðir er mörg­um kunn­ugt og lík­lega þekkt­asti …
Landa­mæra­svæðið sem um ræðir er mörg­um kunn­ugt og lík­lega þekkt­asti hluti herlausa svæðis­ins sem skil­ur að Kór­eu­rík­in tvö og geta ferðamenn heim­sótt svæðið. AFP/Anthonyu Wallacr

Afplánaði tveggja mánaða fangelsisdóm

Í september í fyrra var King til rannsóknar hjá suðurkóresku lögreglunni eftir að hann kýldi mann á næturklúbbi í Seúl. Hann var sektaður um fimm milljón won, eða um hálfa milljón íslenskra króna, fyrir að sparka ítrekað í lögreglubíl og öskra ókvæðisorð að lögregluþjónum. 

Suðurkóreskir miðlar greina frá því að King hafi verið látinn laus úr haldi 10. júlí eftir að hafa afplánað tveggja mánaða fangelsisdóm.

Eftir að King var látinn laus var hann undir eftirliti hersins í rúmlega viku í Suður-Kóreu. Hann var síðan fluttur á flugvöll nærri Seúl, þaðan sem hann átti að fljúga til Bandaríkjanna. King fór hins vegar ekki um borð í vélina.

Flúði flugvöllinn 

Að sögn stjórnenda flugvallarins fór King að hliðinu einn þar sem herlögreglan mátti ekki fylgja honum alla leið að vélinni. Við hliðið sagðist hann hafa týnt vegabréfinu sínu og fylgdi starfsmaður honum því að útgangi flugvallarins. 

Þaðan fór hann í skoðunarferðina um öryggissvæðið. Óljóst er þó hvernig hann komst í þá ferð þar sem vanalega tekur þrjá til sjö daga að fá tilskilin leyfi í slíka ferð. 

Sjónarvottur sagðist hafa heyrt King hlæja hátt áður en hann hljóp yfir landamærin. 

Ekki náð sambandi við hann 

Yf­ir­stjórn Sam­einuðu þjóðanna, sem rek­a hlut­lausa svæðið, telur að King sé enn í haldi Norður-Kóreumanna. Þá hafa bandarísk stjórnvöld ekki náð sambandi við hermanninn. 

Claudine Gates, móðir Kings, sagðist í viðtali ekki trúa því að sonur hennar hefði farið yfir landamærin ef hann væri í andlegu jafnvægi.

mbl.is